Sunnudagur, 14. október 2007
Líklega bjargar þetta því sem bjargað verður.........................
Mér finnst þessi útganga Björns Inga Hrafnssonar vera mjög klókur pólitískur leikur hjá honum. Og líklega bjargar þetta því sem bjargað verður innan Framsóknarflokksins. Þessi leikur hefur verið leikinn af Sjálfstæðisflokknum slag í slag en Björn Ingi var bara skrefinu á undan núna. En mér finnst að Alfreð Þorsteinsson eigi ekki að koma að málinu á nokkurn hátt og eigi að hverfa út úr pólitíkinni nú strax. Það er búið að vera of mikill titringur og spillingar lykt af þeim manni að mínu mati. Það þarf algjörlega að söðla um innann flokksins ef að hann á að ná sér upp aftur. Það er mikið til í því sem Steingrímur Hermannsson sagði í viðtali um daginn, " Það er búið að gera of mörg mistök innan Framsóknarflokksins" í stórum málum. Þar af leiðandi má þessi meirihluti ekki snúast um bitlinga Alfreðs og þeirri meðferð sem hann er komin í. Þessi meirihluti á að snúast um velferð Borgarbúa og að tryggja að börnin okkar geti verið á leikskólum og að aldraðir og öryrkjar fá þá þjónustu sem þeim ber frá Borginni,og að Sundabrautin verði sett af stað og að lóðarverð verði viðunandi, og að fyrirtækjum sem eru í borgini verði haldið þar en ekki flæmd í burtu eins og er verið að gera í dag. Og að ekki verði seldar úr eigu borgarinnar þær tekjulindir sem Borgin á. Ef þetta gengur eftir á þessum nótum verður tryggt að þessi meirihluti styrkist og Margrét Sverrisdóttir verður áfram í pólitík V.G komist til meiri áhrifa Framsókn styrkist.
Mér finnst nefnilega að Margrét Sverris sé ekki metin af þeim verðleikum sem hún hefur að bera. Hún er dugleg hreinskiptin og ég held mjög heiðarlegur persónuleiki.
Ég vona að þessi nýi meirihluti auðnist að vinna heiðarlega og verði samstíga í verkum sínum og að menn leggi til hliðar eigin hagsmuni og bitlinga, og aðgæti að ekkert beri á einkavina væðingu.
Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Get nú trúað að hefndin hafi verið sæt hjá Alfreð. Hann allavega má eiga það að hann tók upp hanskann fyrir Villa , eftir að ofvaxna barnið Gísli Marteinn og ofurkonan ráku rýtinginn í bakið á honum. Þetta er tragikomidea af beztu gerð.
Finnst skítalyktin leka af öllum flokkum þarna. Spyrjum að leikslokum með Svandísi.
Kveðja frændi
Einar Örn Einarsson, 14.10.2007 kl. 23:20
Margrét á við þann mikla vanda að etja að vera búin að dæma sjálfa sig til afsagnar.
Hún er í nákvæmlega sömu stöðu og félagi Gunnar Örlygsson var í þegar hann gekk í Sjálfstæðisflokkinn en þá krafðist hún þess að Gunnar segði af sér og skrifaði umboðsmanni Alþingis bréf þess efnis.
Nú er Margrét varaformaður í Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar en það eru raddir um að hún sé á leið þaðan og í einhvern allt annan flokk.
Sigurjón Þórðarson, 15.10.2007 kl. 10:14
Alfreð má missa sig þótt fyrr hefði verið. Þetta er mál svika og bakstungna og erfitt er að sjá hver stakk hvern fyrst svo ljúga allir hver um annan þveran
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.