Þriðjudagur 30.10.2007

Það er búið að vera svolítið mikið um að vera hjá mér í dag.  Ég byrjaði kl 0630 á ræktinni,og síðan bara vinna. 

Ég var að hugsa um í dag, um það fólk sem er að burðast með gremju og hroka, og hatur fyrir brjósti sínu.  Ég var eitt sinn svoleiðis og ég var alltaf þreyttur gramur og leiður.  Ég kláraði sjaldnast allt sem ég ætlaði að gera af því að ég var alltaf þreyttur,  en eftir að ég fór að vinna með þetta í sálu minni líður mér alltaf vel ég er miklu hressari á sál og líkhama og get gert það sem mig langar að gera og á fullt af tíma í afgang.  Ég dett stundum í þessa gremju og fer í fýlu en ég næ alltaf að laga það og klára dæmið fyrir mig. 

 Ég á mér nákomið fólk, sem er alltaf að bera þennan bagga með sér, og það fyndna er að það veit ekki af hverju það er svo gramt og reytt.  Mér finnst að það ætti að kenna sjálfskoðun (12 sporin) í öllum skólum.  Fyrst ég gat breytt mér, þá geta það allir.  Ég var nefnilega að hugsa um vinkonu mína sem er búin að berjast við krabbamein, hún hefur kennt mér svo mikið, varðandi svona mál og hvað hægt er að gera fyrir sig sjálfan og lífið er svo stutt að maður má ekki vera að því að bera fulla poka af gremju hroka og hatri á bakinu allan daginn. 

Ég kem til með að ræða meira um þetta síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Duglegur frændi.

Ánægður með þig.

Gremjan já úff. Við ættum að þekkja hana heil ætt sem var að farast ´´ur gremju.

Sem betur fer erum við að brjótast út úr þeirri erfðasyndinni.

Einar Örn Einarsson, 1.11.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband