Til hamingju strákar.

Þessi dómur gleður mitt litla hjarta mikið.  Og ég tek ofan hatt minn fyrir þessum mönnum sem eru búnir að leggja allt undir allar sínar eigur.  Þessir snillingar eru búnir að standa í svo miklum raunum við allt kerfið, og bankakerfið allt er búið að ræna þá ærunni margsinnis.  Þeir eru búnir að þola hótanir af hálfu stjórnmálamanna og stjórnsýslunni allri,svo má lengi telja áfram.  Ég þekki annan manninn vel við erum búnir að sigla saman og ég fékk góð ráð hjá þeim mikla sjómanni og gæða dreng þegar ég fór með skip einu sinni til Kamerún.  Ég dáist af þeirri seiglu sem þeir hafa sýnt með því að halda þessu máli áfram og fá réttlætinu framgengt.

Nú er lag fyrir okkur sjómenn að fara fram á bætur frá ríkinu fyrir að svipta af okkur tekjustofni og lífsviðurværi, og færa það í hendur manna sem eru búnir að taka allt fé út úr greininni og fara með úr landi af stærstum hluta.  Eftir situr landsbyggðin öll í sárum sveitarfélög á hausnum eignalaust fólk með ónýtt húsnæði sem engin vill lána útá til að viðhalda og viðhalda byggð.  Vonandi fara allir sem búa út á landi og eiga báta út á sjá að fiska og við hinir sem erum komnir í land förum framá skaðabætur.

Húrra fyrir ykkur strákar. 

 


mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru góðar fréttir og vandséð hvernig okkar ógæfulegu stjórnvöld ættu að koma sér undan þessum útskurði.Það er rétt sem þú segir um bætur til handa þeim sem hafa mátt þola að eignir þeirra hafa gufað upp í formi verðlausra húseigna úti á landsbyggðinni og afkomusviptingu.

Hvernig ætli sé með allan þann pening sem við sjómenn höfum þurft að borga í leigu fyrir fiskinn sem við höfum fært að landi þessari þjóð til lífsbjargar ? Eigum við ekki rétt á að fá þann blóðpening borgaðan til baka með vöxtum eftir þessum útskurði að dæma ?

Ég sjálfur bíð núna átekta og er tilbúinn að fara á sjó á mínum bát ef samstaða verður um það á meðal minna félaga í flokki kvótalausra sjómanna á eigin bátum. Eitt er víst að það breytir myndinni gjörsamlega að fá 290 kr fyrir kílóið af þorski í stað 45 kr eins og staðan er í dag.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já frændi.

Það eru fleiri sem gleðjast. Bíð spenntur að sjá hvað gerist næst.

Einar Örn Einarsson, 10.1.2008 kl. 23:54

3 identicon

Innlitskvitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Já en hvað svo???

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 12.1.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæl öll.

Þessi dómur sýnir svo ekki verður um villst að það er verið að stela eigum okkar svo um munar.  Það er ein kynslóð búnir að ræna svo miklu fé út úr þjóðinni að það hálfa væri nóg.  Þessi kynslóð sem er að róa í dag er yfir skuldsett svo að það er ekki hægt að komast út úr kerfinu enda ef maður sér kvótabankann núna getur maður keypt einungis með yfirtöku lána er þetta eðlilegt???  Svo eins og þú segir Eiríkur hvað svo?????

Einar Vignir Einarsson, 13.1.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband