Þeir eru öflugir.

Það er gaman að heyra svona fréttir, þó svo að maður viti að það sé einungis um 10% sem  næst af því sem inn kemur.  Þó finnst manni einhvern vegin að það hljóti að vera stærri prósenta á síðasta ári, þeir eru búnir að vera svo svaka fundvísir Tollverðirnir á Keflavíkurflugvelli.


mbl.is Smyglari tekinn í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversu hátt hlutfall af ölvuðum ökumönnum heldurðu að lögreglan nái? 1%? Minna? Hversu margar nauðgar enda með sakfellingu? Hvers vegna gerir fólk alltaf ráð fyrir að uppljóstrunartíðni í þessum tiltekna brotaflokki (innflutningur fíkniefna) eigi að vera stjarnfræðilega hærri en í öðrum brotaflokkum? Bara smá pæling.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 23:31

2 identicon

Þetta er engan vegin sambærilegt hjá þér Arngrímur þar sem t.d. þeir sem aka undir áhrifum eru stórhættulegir hinum almenna borgara og því ber skylda að taka þá úr umferð.

Að berjast gegn fíkniefnavandanum með löggjöf hefur hins vegar engin áhrif á fíkniefnanotkun. Einu áhrifin sem  það hefur á fíkniefnamarkaðinn sjálfan er að hækka verðið á efnunum sem skilar sér í aukinni afbrotatíðni og auknu vændi.

Ef löggjöfin er ekki að auka öryggi hins almenna borgara, og ekki að gera neitt nema auka aðrar glæpatíðnir og brenna peninga, er ekki möguleiki að það sé til betri leið ? Fólk getur verið mjög blint og lokað í þessu máli.

stebbi (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 09:20

3 identicon

Stebbi: Ég held að þú hafir misskilið mig eitthvað, ég er ekki að taka afstöðu til stefnu hins opinbera í fíkniefnamálum, ég var bara að benda á að það er óraunhæft að gera ráð fyrir miklu hærri uppljóstrunartíðni í málum er varða fíkniefnainnflutning en í öðrum brotaflokkum, t.d. ölvunarakstri, nauðgunum og þjófnaði. Það er því miður staðreynd að langflest brot almennt upplýsast aldrei, það eiga engin önnur lögmál við hvað innflutning fíkniefna varðar.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband