Hrikalega grátlegt dæmi.

Ég er búin að vera fylgjast með þessum Borgarstjórnar hneyksli frá a-ö.  Þetta er rosaleg að horfa á hvernig fárssjúkur maður er notaður einungis til þess að ná meirihluta.  Það var gaman að horfa á krakkanna í Sjálfstæðisflokknum, það var eins og þau væru í jarðaför.  þarna stóðu þau og horfðu á foringja sinn og dáðust af röksemi hans og hversu vel hann sýndi sinn einstæða ómótstæðilega sannfæringa kraft.  Og svo að sjá augngoturnar og gæturnar sem allir höfðu á hinum veikburða verðandi Borgarstjóra.  Mér finnst hálf nöturlegt hvernig menn eru farnir að nota valdagræðgi og hefnd miskunnarlaust í sínu framapoti.  Það sem ég er að velta fyrir mér hvernig ætlar Gísli Marteinn og Hanna Birna að styðja við bakið á Vilhjálmi eftir þennan einleik sem hann er búin að sýna þeim í annað sinn á ekki lengri tíma.  Var þetta ekki fólkið sem útúðaði Birni Inga fyrir að hafa slitið síðasta meirihluta og kallaði hann svikara ómerking og höfðu uppi mörg lítilmannleg orð eins og honum væri ekki treystandi til að fara að kaupa mjólk eða passa börn og ég veit ekki hvað og hvað.  Er þetta fólk eitthvað skárra?  er þetta fólk traust og heiðarlegt.  Er þetta þau gildi sem þau segjast standa fyrir í Sjálfstæðisflokknum. 

Það er búið að vera lærdómsríkt að vera að fylgjast með hvernig áróðurs maskína Sjálfstæðisflokksins er búin að vera að haga sér varðandi mál Framsóknarflokksins og reynt að svita ákveðna einstaklinga ærunni hreinlega,eins og Björn Inga, Margréti Sverrisdóttir og Guðrúni Ásmundsdóttur.  Einungis vegna þess að þetta fólk er ekki að hugnast þeirra valdagræðgi.  En þetta sama fólk er reynslulaust fólk sem heldur að allt gerist af sjálfum sér, en það eru að koma tímar sem þetta fólk á eftir að glíma við, það er að koma niðursveifla í heiminum og og allt verðlag á eftir að stór hækka og margir eiga eftir að eiga erfitt.  Þá rennur á þessa krakka tvær grímur!! það sér að peningarnir eru búnir til í ráðhúsinu eða á Alþingi.  Hvað ætlar þetta fólk þá að leita hjálpar kannski til Davíðs.... Spurning??? 

Ég vona að Ólafur F Magnússon nái að halda heilsu sinni þessa daga sem þessi meirihluti verður við völd, hans vegna og fjölskyldu hans allri og einig þess fólks sem gáfu honum atkvæðin sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég sé hvað þú ert að segja...ekki sammála þér í öllu.

Ég hefði viljað sjá þetta öðruvísi.

Bestu kveðjur Einar

eii

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 24.1.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll elsku vinur takk fyrir kommentið.  Ég veit að þú ert ekki sammála, en það er líka skiljanlegt, en burt séð frá öllu er þetta sóðalegt og það er engin undan þegin því.

  Besti kveðjur

P.S.  væri gaman að fá að sjá ykkur félaganna á bridge spjalli mikið í gangi hjá okkur.

Einar Vignir Einarsson, 24.1.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband