Það er komin tími á Færeyjaferð.....

Góðir hálsar það er komið á töku sex í að reyna að fara til Færeyja.  Við erum búnir að vera að reyna að komast þangað síðan einhvern tíman í september.  En við Hörður vinur minn förum sem sagt í fyrramálið ef veður leyfir.  Við verðum þarna fram á fimmtudag en við fljúgum til Kaupmannahafnar á fimmtudagsmorgun og tökum síðan kvöldvélina hingað heim.  En það er svo mikið um að vera hjá okkur í vinnunni næstu vikur í skipakomum að við verðum að koma til baka á fimmtudag.  Í Færeyjum ætlum við að hitta marga af okkar viðskiptavinum, þar með talið einn þann merkasta mann sem ég hef kynnst á minni lífsleið.  En hann á fyrirtæki sem er að stunda Agency fyrir alla þá Rússnesku togara sem koma til Færeyja, hann er líka konsúll Rússa í Færeyjum.  Hann sigldi hér við Íslandsstrendur í mörg á fyrir Ríkisskip.  Þessi höfðingi heitir Árni Damm.  Hann reyndist mér mikill vinur þegar ég var að sigla milli Íslands, Færeyja og Skotlands.  Hann kenndi mér mikið og reyndist mér mikill lærifaðir þarna varðandi strauma,veður og fl.  Einnig komum við að hitta þarna fleiri mikla höfðingja sem ég kynntist á sínum tíma.  Mig hlakkar mikið til að koma þangað aftur.  Færeyingar eru það besta fólk sem ég hef kynnst og menningin þarna er svo fjölskylduvæn og afslöppuð.  Svo er nú gott að fá smá sneið af Skerpukjöti ummmmm.  En ferðasagan kemur kannski seinna inn á bloggið hjá mér en það se slæmt að komast ekki í Kaggann á Færeyska dansa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband