Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Enn meira um gjörðir Sturlu.............
Ég hef bloggað um þetta mál áður. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum sem er að koma í ljós. Þessi útgerð er búin að sniðganga hafnargjöld um ára bil og hafa fulltrúar í hafnarnefnd beðið um að fá að sjá sundurliðaða reikninga og fleiri gögn um þetta mál en ekki fengið. Það er margt gruggugt í samskiptum Sturlu Böðvarssonar og framkvæmdarstjóra Sæferða. Og þeir menn sem vildu að fá að skoða pappíra, voru hreinlega flæmdir í burt úr stjórnum og hreinlega úr sveitafélaginu.
Það eru búnar að koma nokkrar kennitölur og oft hafa staðið út af borðinu nokkrar skuldir, þar á meðal hafnagjöld og opinber gjöld bæði til ríkis og sveitafélags.
Þessi gjörð milli þeirra félaga fór mjög leynt og eins og kemur fram í fréttum hefur útgerðarmaðurinn ekki greitt það sem honum ber enda er "feyk" í sölusamningi og þetta er bara hluti af því sem hann fékk fyrir skipið. Þannig að bætist enn á "glæstan" feril Sturlu.
Svo tók Kristján Möller við og steinþegir og þorir ekki að taka á einu einasta máli sem hann (Sturla) gerði í sig með.
Segir ríkið hafa hagnast verulega á sölu Baldurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.