Fimmtudagur, 6. mars 2008
Færeyjar, af hverju gerum við ekki eins og þeir??
Ég hef verið að hugsa um af hverju við Íslendingar,stöndum ekki á bak við frændur okkar í Færeyjum. Þeir eru búnir að lenda í mjög miklum náttúruhamförum út af veðri og sjógangi. Skálavík er næstum í rúst, sem er ótrúlegt miðað við landfræðilega stöðu. En þarna er höfnin og næsta nágrenni bara horfið. Sjóvarnagarðar komnir inní höfnina og fleiri skemmdir. Svona er á fleiri stöðum í Færeyjum. Þegar við Íslendingar höfum lent í hamförum,hafa Færeyingar alltaf komið og látið fé eða búnað af hendi rakna til okkar. Nú þegar þeir lenda í svona miklum hamförum,þá erum við ekki að endurgjalda þá reisn og samhug og þeir hafa sýnt okkur í gegnum tíðina. Það er mín ósk að við sýnum þeim smá viðleitni og virðingu að efna til söfnunar til að hjálpa þeim. Ég heyrði í útvarpinu um daginn að einhverjir menn á Akureyri hafi farið af stað með söfnun en ég hef ekki frétt neitt af því meira. Ég held að það hafi verið stofnaður reikningur hjá Glitnis útibúinu á Akureyri. Þen það þarf ekki bara peninga. Það má líka senda hlýhug ,vinsemd og virðingu í orði og verki. Tökum okkur saman og leggjum þessum góðu mönnum lið á Akureyri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.