Hugrenningar dagsins.....................

Ég er búin að hugsa eftir að ég er búin að vera fletta mogganum í dag,og eftir að hafa verið með barnabörnin í dag.  Þannig er að ég fór í Húsdýragarðinn í Laugardal sem er frábær og gaman að koma þangað.

Ég fór að hugsa um þetta unga fólk sem er að byrja sinn búskap.  Það hlýtur að vera mjög erfitt hjá mörgum heimilum um þessar mundir.  Fólk er að greiða af lánum sem eru með háa vexti og eru sífellt að hækka.  Síðan er fólk eftir langa og stranga vinnuviku að styrkja fjölskylduböndin og vera að gera eitthvað með börnum sínum,þa þarf það að greiða fyrir að labba inn í húsdýragarðinn.  Auðvitað þarf rekstrarfé, til að halda þessum garði gangandi.  En hvað er það þó Reykjavíkurborg og nágrannasveitafélög haldi úti einum fjölskyldugarði.  Öðru eins er nú bruðlað.  Við erum til dæmis með 3. Borgarstjóra á launum og fullt af embættismönnum og öðru bulli.  Það á bara að vera frítt í þessa afþreyingu,sund, og líka í strætó og slíka þjónustu.  Það á að létta undir hjá fólki og sérstaklega í svona málum sem eru eingöngu að þjappa saman fjölskyldum og gefa þeim færi á að skreppa saman og njóta stundarinnar saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband