Umhugsunarefni....

Ég var a orfa á kastljós í kvöld þar sem var verið að tala við einn mjög góðan rappara. ´Sem er mikill listamaður og gerir hlutina mjög vel alla vega finnst mér það.  En það var eitt sem hann sagði sem hreyfði við mér, það var það að þegar hann sagði hvernig dómar væru að falla hér á landi og nefndi dæmi:  Móðir ungrar stúlku sem er veik var dæmt til 10 milljóna bótakröfu fyrir að renna hurð á kennara, sem örugglega var óviljaverk og gert í einhverju kasti. 

Síðan hinsvegar maður sem dró konu á hárinu heim til sín og nauðgaði henni alla nóttina á hroðalegan hátt hann þurfti einungis að greiða 500 þúsund.  Hvað finnst fólki um þetta kerfi okkar er þetta í lagi??  Það hlýtur að vera mikið að í svona lögum og réttarkerfi.  Hvenær haldið þið að blessuð konan nái sér eftir svona hræðilega hluti..... aldrei.... aldrei. ´´Eg er ekki að gera lítið úr örorku hjá kennaranum en mér finnst vera gera lítið úr þeim hryllingi sem blessuð konan þurfti að þola. 

Það er einhverstaðar brotalöm í dómskerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Dómstólar þurfa að fara að taka sig á í sýnum verkum. Þetta virðist stundum allt eitthvað tilviljanakennt og í engu samræmi við afleiðingar brotana, svona eins og með konuna, sem þarf alla sýna framtíð að takast á við þetta og fær aðeins 500000 kr fyrir. Það má samt ekki gera lítið úr meiðslum kennarans, en samt er eins og bakari hafi verið hengdur fyrir smið.

Sigurbrandur Jakobsson, 27.3.2008 kl. 08:39

2 identicon

Dómarar eru í einhverri fáránlegri veröld sem er ekki í neinum takt við líf annara

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 09:12

3 identicon

Alveg 100% sammála þér Einar!!!

Ása (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband