En þarf Hannes ekki að greiða skatta af þessu???????

Ég var að velta því fyrir mér þarf hann ekki að greiða skatta af þessum peningum, eða er það jafnað út í Sjálfstæðisflokknum.  Ætli Árni Matthissen deyfi ekki álögurnar fyrir hann.

Hannes þarf ekki að borga krónu sjálfur

"Söfnunin gengur stórvel. Öll markmið hafa náðst. Í dag [gær] var gert upp við Laxness-fólkið," segir Friðbjörn Orri Ketilsson.

"Söfnunin gengur stórvel. Öll markmið hafa náðst. Í dag [gær] var gert upp við Laxness-fólkið," segir Friðbjörn Orri Ketilsson.

Hann gengst fyrir fjársöfnun til að standa straum af kostnaði við málaferli Hannesar í því sem Friðbjörn nefnir annars vegar "Málfrelsismálið" og tengist meiðyrðamáli sem Jón Ólafsson höfðar á hendur Hannesi og hins vegar "Laxness-málið" sem snýr að skaðabótum og lögfræðikostnaði í tengslum við frægt skaðabótamál og varðar höfundarrétt.

Að öll markmið hafi náðst þýðir að þegar er búið að safna að minnsta kosti þremur milljónum en skaðabótakrafa til Auðar Laxness hljóðaði upp á 1,5 milljónir og 1,6 í lögfræðikostnað. En líklega hefur safnast talsvert meira fé í söfnuninni. Friðbjörn Orri segist bundinn trúnaði og getur ekki gefið upp neinar tölur. "Þessi pakki er í það minnsta uppgerður. En markmiðið er að styðja við bakið á Hannesi en í málfrelsismálinu hafa þegar verið greiddar 23 milljónir og sjö milljónir eru í skuld," segir Friðbjörn Orri.

Nú lítur sem sagt allt út fyrir að Hannes Hólmsteinn þurfi ekki að fara í eigin vasa til að greiða fyrir málarekstur og í skaðabætur en það er markmiðið. "Enda fráleitt að menn geti misst allt sitt við að tjá skoðanir sínar á Íslandi. Ég er reyndar gáttaður á því hversu margir vilja koma honum til aðstoðar í þessu máli, fjöldinn skiptir hundruðum sem þegar hefur látið fé af hendi rakna, fólk sem er honum sammála: Allt frá mennskælingum sem leggja til tvö þúsund krónur til þeirra sem betur eru stæðir. Öll flóran. Gríðarlegur stuðningur. En auðvitað ekki frá fjandmönnum hans," segir Friðbjörn Orri Ketilsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð spurning

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Frændi

ER þetta ekki einhver grínfrétt??

Ég bara trúi þessu ekki.

Kveðja

EÖE

Einar Örn Einarsson, 10.4.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Elsku Einar minn....Borgar þú skatt af afmælisgjöfum yðar....Nei þú gerir það ekki. Ég gaf þetta fé til Hannesar og ég bar skattinn af þessari gjöf...Þetta eru ekki tekjur.

Ef ég borga þinn lögræði reikning....eða þínar umferðasektir...situr þú uppi með skattaskuld....NEI

Elsku hjartans snúðurinn minn...Þú þarft kaffi á morgun.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 10.4.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband