Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Ég held að það sé komin tími til að taka upp Evru hér á landi
´Mér sýnist stjórnvöld engan vegin í stakk búin að greina og vinna á þeim vanda sem markaðurinn er að glíma við. Eina úrræðið er að hækka stýrivexti og hækka aftur. Er ekki komin tími til að ganga bara alla leið og ganga inn í Evrópusambandi og lúta þeim reglum sem þar eru.
Við erum búin að missa öll völd og öll tæki til að stjórna landinu. Fiskurinn er komin í eigu einkaaðila,raforkan er seld öll til stóriðju, svo að það eru engin rök fyrir því að fara ekki alla leið. Öll okkar viðskipti eru komin í svo er öll sala í og $ lán landsmanna er komin í erlend lán og svo framvegis.
Mín skoðun er GÖNGUM ALLA LEIÐ.
Evruvæðing atvinnulífs metin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þó við værum í ESB að þá fengjum við ekki að taka upp Evruna. Því getur Evran ekkert bjargað okkur frá þessari óstjórn.
Ingólfur, 10.4.2008 kl. 19:21
það er rétt hjá þér Ingólfur. En öll stjórnskýrsla er skilvirkari og stjórnmálamenn verða að keyra þjóðfélagið samkvæmt stöðlum ESB. Okkar menn eru ekki að gera það í dag algera ráðalausir.
Einar Vignir Einarsson, 10.4.2008 kl. 20:28
Ég er svo sem ekkert sérstaklega ánægður með stjórnvöld hérna, en ef þú heldur að ESB batteríið sé skilvirkara að þá held ég að þú eigir eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum.
Ingólfur, 10.4.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.