Frábært............... En hvað með þá sem við þurfum að ná í?????

Mér finnst þetta gott mál.  Auðvitað eigum við að losa okkur við þetta lið sem er hér á landi( Þá meina ég sakamenn).  Þessir menn þvælast land úr landi rænandi ruplandi og með líkhamsmeiðingar á samlanda sína og beita þá kúgunum og hótunum. 

En hvað með þá sem brotið hafa af sér hér á landi???  Það er eru menn sem eru búnir að keyra hér á barn sem dó!! Hann labbaði síðan úr landi eins og ekkert sé.  Menn eru búnir að nauðaga hér konum,misþyrma fólki og hvaðeina,og labba úr landi eins og ekkert sé hvort þeir eru í farbanni eður ei.

Síðan þarf að birta frétt að það eigi að framselja einn glæpamann.  Ég hef ekki séð mikla umfjöllun um að hinir sem flugu í gegnum vegabréfaskoðun og fóru úr landi.  Því miður.  Einhverstaðar er brotalöm í kerfinu.


mbl.is Framseldur til Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó svo að allt endi til þess að Pólverjar hafi orðið drengnum að bana í Keflavík þá er ekki hægt að fullyrða um slíkt, enda hefði þeim aldrei verið hleypt út ef að nægar sannanir hefðu verið til staðar....

Ég hélt líka að saklaus uns sekt er sönnuð ætti líka við um útlendinga, kannski misskilningur í mér......

Helgi Þór (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Það er alveg rétt hjá þér það er engin sekur fyrr en sekt er sönnuð.  En í tilfellinu í Keflavik er maðurinn það forhertur að þræta og þræta,og flýr svo úr landi mér er spurn af hverju?  Af hverju þurfa foreldrar blessaðs barnsins að sitja eftir með allan þann sársauka og það er ekki náð í manninn og hann hafður hér þar til að málið er upplýst.  Ef hann er saklaus hefði hann aldrei flúið.  Hann var umsjónar maður bifreiðarinnar og á að æxla ábyrgð.

Menn eiga ekki að getað labbað hingað inn og út úr landinu eins og ekkert sé. 

Til dæmis ef þetta hefði verið Íslendingur þá hefði hann ekki getað gert þetta. 

Einar Vignir Einarsson, 3.6.2008 kl. 23:22

3 identicon

Ertu þá að meina að Íslendingur hefði ekki flúið land?

Það kom nefnilega upp svipað atvik í Sandgerði fyrir um 2-3 árum síðan þar sem keyrt var á pólska stelpu og hún skilinn nærri dauða en lífi í blóði sínum í snjónum (var um vetur) og maðurinn sem keyrði á hana flúði vettvang. Eftir rannsókn málsins kom svo í ljós að sá seki var Íslendingur sem var btw drukkin í þokkabót. Hann gaf sig því miður aldrei fram blessaður heldur voru nægar sannanir fyrir því að hann var sá seki.

Varðandi dæmið í Keflavík, ef einhver tekur bílinn minn og keyrir á barn og verður því að bana og flýr af vettvangi, á ég þá að axla ábyrgð?

Ein kjaftasagan var einmitt sú að tveir aðrir Pólverjar tengdir mafíunni þar í hefðu fengið bílinn lánaðan hjá þeim "grunaða" og þeir hefðu eftir atvikið hótað að lífláta alla fjölskylduna hans í Póllandi ef hann myndi kjafta...hvort sem þetta er satt eða ekki hef ég ekki hugmynd um.....

Það voru ekki nægar sannanir fyrir því að hann hefði framið verknaðinn og því var honum sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann var það "saklaus" að mati dómara að þeir settu hann ekki einu sinni í farbann. Því myndi ég ekki segja að hann hafi eitthvað "flúið" land. Hvort sem hann er útlendingur eða ekki þá geta allir "flúið" land ef menn úr úrskurðaðir úr gæsluvarðhaldi og úr farbanni.....Þannig að jú ef þetta hefði verið Íslendingur þá hefði hann hæglega getað "flúið"

Helgi Þór (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Hvað með ísbjörninn...ekki ætluðum við að láta hann éta Skagfirðinga...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 5.6.2008 kl. 16:44

5 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Eiríkur.

Nei það var hárrétt ákvörðun að skjóta skepnuna.  Það var allt orðið fullt af forvitnum íslendingum að skoða dýrið svo að það var mikið mildi að engin var étinn

Einar Vignir Einarsson, 5.6.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband