Dæmi hver fyrir sig.. Hvað finnst fólki????

Þau eru merkileg þessi viðskypti fyrir margar sakir.  Það er ekki langt síðan að fráfarandi forstjóra voru fæðar nokkrar milljónir eða milljónatugir vegna starfsloka og síðan voru hlutabréfin hans keypt fyrir yfirverð vegna samninga sem hann hafði.  En hvað um það fólk sem var búið að fjárfest í félaginu þar sem að það var búið að segja að afkoma félagsins voru sögð svo rosalega góð.  Og að félagið væri stærsta frystiflutninga félag heims.  En hvað svo???  Hlutabréfin falla um 30% á nokkrum dögum félagið afskrifar 9 milljarða  já 9 milljarða. á einu bretti.  Ég mynnist þakkargreinar sem kom frá félaginu þegar starfslokin voru kynnt sjá hér fyrir neðan. 

 

  

Baldur Guðnason lætur af störfum sem forstjóri

Baldur Guðnason, forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu að eigin ósk og hættir störfum hjá félaginu frá og með deginum í dag. Stefán Ágúst Magnússon, sem verið hefur aðstoðarforstjóri félagsins undanfarin ár, mun sinna starfi forstjóra þar til annað verður tilkynnt.

Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskips:

„Fyrir hönd stjórnar Eimskips þakka ég Baldri vel unnin störf í þágu hluthafa Eimskips á undanförnum árum. Undir stjórn Baldurs hefur félagið tífaldað veltu sína. Áætluð velta á árinu 2008 er tæplega 190 milljarðar króna eða 1.900 milljónir evra og arðsemi félagsins hefur aukist verulega á undanförnum árum. Eimskip er í dag öflugasta skipafélagið í flutningum innan Evrópu og stærsta kæli- og frystigeymslu fyrirtæki á heimsvísu. Ég vil óska Baldri velfarnaðar á nýjum vettvangi.“

Baldur Guðnason, fráfarandi forstjóri Eimskips:

„Þegar ég hóf störf hjá Eimskip setti félagið sér skýr markmið, þ.e. að verða leiðandi flutningsaðili í Evrópu og að verða leiðandi aðili í geymslu á hitastýrðum afurðum á alþjóðavísu. Þessum markmiðum hefur nú verið náð og því góður tímapunktur að breyta til og takast á við önnur verkefni. Fyrirtækið er í höndunum á frábærum stjórnendum og þakka ég þeim og öllu samstarfsfólki mínu um allan heim fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum.“


mbl.is Stjórnendur Eimskips brugðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband