Ég dáist af vinnubrögðum L.H.G.

Mér finnst þetta nýðingsháttur af hæðstu gráðu.  Það er fallin dómur fyrir mannréttinda dónstólum um að kvótakerfið sé ekki í lagi.  Svo eru menn að reyna að kníja fram að ráðamenn þjóðarinnar framfylgji dómum sem við erum búin að kvitta fyrir að framfylgja,þá eru menn handteknir sem ótíndir glæpamenn.

Það er líka aumkunnarvert að L.H.G skuli að þurfa að fylgja svona fyrirmælum ráðherra.  En þess ber að geta að hann er búin að fara áður án nokurra afskypta yfirvalda.  Það er vegna þess að menn vita ekki hvernig á að bregðast við þessu uppátæki mannsins,vitandi vits að hann vinnur málið.  Eina sem hefst uppúr þessu er að ríkissjóður verður að púmga út ómældu fé til að redda sér úr þessu. 

Ég stend með sjómanninum þó svo að ég sé ekki tilbúin að stiðja að menn brjóti lög.

 


mbl.is Bátur Ásmundar innsiglaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æEg er hjartanlega sammála þér Einar. Það er sorglegt að maður sem er að reyna að afla sér lífsviðurværis skuli vera tekinn með þessum hætti á meðan efnaðir einstaklingar eru að hreinsa burtu allan þann gjaldeyri sem safnast hefur í landinu síðan fiskveiðar hófust á Íslandi með því að setja peninga í áhættusamar fjárfestingar úti í heimi. Skoðum hvað er eftir af því í dag, ekkert, ekki ein einasta króna. Ríkið er að taka lán vegna þess að þeir eru búnir að gefa allan peningin okkar.

Áfram Ásmundur, þú átt allan heiður skilið fyrir að standa með frelsi og mannréttindum. Ef ég ætti trillu væri ég úti á sjó að veiða líka, LHG hefur ekki mannafla til þess að ná í skottið á öllum, er það? Hvernig væri nú að fara að fordæmi atvinnubílstjóra og hunsa kerfið, Íslenskt "sjóþorska-borgarastyrjöld"

Stefan

stefan karl (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:41

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú Nenni ég er sammála þér um óréttlæti kvótakerfisins og braskið með fiskinn í sjónum. En...er þetta ákúrrat maðurinn til að mótmæla því. Hvað varð um allar millurnar sem hann fékk fyrir að selja kvótann á sínum tíma? - Aldrei höfum við fengið svoleiðis millur. Er hægt að vorkenna mönnum sem selja frá sér lífsbjörgina og ætlast svo til að þeim sé afhent hún upp í hendurnar. - Hins vegar efast ég um réttmæti þess að innsigla bátinn hjá karlinum. T.d. eru bílar þeirra sem fremja umferðarlagabrot ekki innsiglaðir. - Hann á fullan rétt á að sigla bátnum í skemmtiferðum og má meira að segja, lögum samkvæmt, veiða í soðið fyrir sig og sína fjölskyldu á stöng eða færi. - Held að hann hljóti að eiga rétt að einhverri málsmeðferð og jafnvel dómi áður en báturinn er innsiglaður.

Haraldur Bjarnason, 7.8.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það er ekki fallin dómur en það er komið álit....Mikill munur.

Hann er að brjóta lög, og ýtrakað. Auðvita á að dæma mannin. Hann er einginn Hrói Höttur, hann er bara þjófur eins og Árni Johnsen...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 13.8.2008 kl. 03:13

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Svona til að hafa það á hreinu þá er LHG löggæsla til sjós og líkt og lögreglan í landi. Þetta er bara hluti af þeirra starfi.

Eiríkur hann er ekki að brjóta lög fyrren sekt hefur verið sönnuð. Þetta eru mjög stór orð hjá þér.

Sigurbrandur Jakobsson, 13.8.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband