Þetta er eitt mesta rán sem framið hefur verið framkvæmt í Íslandsögunni...

Þetta er eitt mesta rán sem hefur verið framkvæmt hér frá upphafi.  Bankar stjórnmálamenn og ,bleiktu saklaust fólk til að kaupa í þessu félagi.  Það voru engin útboðsgögn engir efnahagsreikningar lagðir fram,þrátt fyrir það fóru bankarnir gjörsamlega hamförum og lánuðu og lánuðu fólki hömlulaust fé til að kaupa í þessu félagi.  Og mikið af fólki setti allt sitt fé í að kaupa í félaginu samkvæmt leiðbeiningum verðbréfasölum bankanna.

Þetta ætti að rannsaka og draga menn til ábyrðar.


mbl.is Gengi bréfa deCODE aðeins 50 sent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: inqo

voru það ekki Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason?

inqo, 16.9.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Ingólfur.

Ekki man ég hverjir það voru en þetta var rosaleg múgsefjun í gangi hjá bönkum og öðrum.

Einar Vignir Einarsson, 16.9.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Ingvar

50 cent eru reyndar heilar 45 ísl krónur.

IHG

Ingvar, 16.9.2008 kl. 22:42

4 identicon

Hvaða kjánar kaupa hlutabréf í fyrirtæki sem þeir hafa hvorki séð efnahagsreikning né útboðsgögn í? Hvað þá gíra sig upp fyrir því?

Nei, ég bara spyr.

Ef ég býð þér að kaupa ósýnilegt gull og það eina sem ég hef fram að færa er góð sölumennska, ótrúlega góð sölumennska ef því er að skipta, myndir þú kaupa það? Og ef þú svo gerðir það og áttaðir þig síðar á því að ósýnilegt gull er væntanlega verðlaust, hver væri þá kjáninn?

nafni (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 01:14

5 identicon

Nafni: Ef sölumennskan fellst í sameiginlegu átaki áhrifamestu manna þjóðarinnar, þá er erfitt að kalla meðalmanninn kjána í að taka þá trúanlega. Trúgjörn voru þau vissulega, en það var það sem þessi stórkostlega hæpvél gekk út á, að fá fólk sem ekki þekkti til, til að rétta fram peningana með bros á vör.

Vissulega var farið illa með traust landsmanna. Bankarnir eiga að standa vörð um hagsmuni viðskiptavina sinna, en það gerðu þeir sannarlega ekki í þessu tilviki, heldur tóku þátt í keðjuvitleysunni. Forsætisráðherrann á að hafa hag þjóðarinnar að leiðarljósi, en það hafði hann auglóslega ekki í þessu tilviki, eins og reyndar í mýmörgum öðrum tilvikum.

Þessi aðför að spari- og lánsfé þjóðarinnar er ekki sú eina sinna tegundar á síðustu áratugum, en það er merkilegt að sjá að í hvert skiptið sem það á sér stað, standa stjórnmálamenn og bankamenn saman í að rýja almúgann inn að skinni. Svo standa þeir til hliðar ásamt stuðningsmönnum sínum, þegar allt er komið til fjandans, og hlæja að þeim fyrir að hafa trúað þeim . . .

Magnús Guðni Kuwahara Magnússon (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 02:04

6 identicon

Mann nú ekki að hafa séð Bjarna né nokkurn annan mann banka upp hjá mér til að selja mér bréf í þessu fyrirtæki.

Fjölmiðlar blésu þetta upp....fólk fylktist á bakvið "strákana okkar" og síðan komu Frakkar og sýndu hvernig ætti að spila.

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 02:16

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er afleiðing hinnar óhemjulegu og barnalegu trúar á mátt og megin Íslendinga á meðal þjóðanna og hreinleika þeirra í öllum gjörðum. Það er búið að fylla þjóðina af þeim vellingi í áratugi. Það er ekki nema von að nokkur eintök án ventils geri bankana okkar  gjaldþrota og önnur með mkilsmennskubrjálaði keyri Frankensteinfyrirtæki í þrot.

Almenningur, sem féll fyrir þessu rugli, hlustaði ekki á fjölda góðra manna, lækna, vísindamanna um allan heim, sem bentu á ruglið í Kára og Co. En við erum best - viðlagið varð sterkara skynseminni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.9.2008 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband