Verða launakjör yfirmanna endurskoðuð??

Mér finnst að það hljóti að vera skylda ríkisvaldsins að taka á þessum ofurlaunum og kaupréttar réttum sem helstu yfirmenn Glitnir hafa.  Það hlýtur að vera krafa okkar skattborgara að hlutirnir séu leiðréttir til þess að raunveruleika sem viðgengst hjá okkur sem erum að greiða skatta til ríkissjóðs.   Þessi yfirtaka og sá peningur sem ríkið greiddi til bankans er jafn há og þessir menn hafa greitt sér í ofurlaun á síðustu árum langt langt umfram allan raunveruleika. 

En samt finnst mér að þessi yfirtaka hjá Selabankanum sé sæt hefnd Davíðs við Baugsveldið.  Allavega skín það augljóst á  þessum viðtölum sem hafa komið fram.  Ég gæti trúað að það komi hrina af greiðslutöfðum í framhaldi af þessum tíðindum.  Við höfum heyrt um Eimskip,Húsasmiðjuna,Nýsir,og fleiri fyrirtæki.  Einnig eru mjög mörg fyrirtæki að segja upp mörgum starfsmönnum sem er bara að segja manni að þessi fyrirtæki eru að komast í þrot eða eru í miklum erfileikum.


mbl.is Enginn órói hjá starfsfólki Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Þessi laun hafa aldrei truflað mig. Samgleiðs mönnum sem geta samið vel. en góðum samningar innifela alltaf ábyrgð...

Ég neita að horfa á þetta sem hefnd. Þetta fór svona fram að mínu mati

"Blessaður Þorsteinn Már hér" Blessaður Þorsteinn Már hvað get ég gert fyrir þig?"

"Ég vara að hugsa Davíð, getur þú nokkuð bjargað okkur...strax, það vill engin vera með okkur lengur...menn eru að segja að við séum ekki með góðar tryggingar fyrir endurfjármögnun. Þetta er náttúrulega algert bull við getum látið handveð í bréfum Stoða áður FL...fín bréf maður."

"Já að sjálfsögðu er ég til í að bjarga ykkur. Það er mitt starf. Ég kasta til ykkar björgunarhring á morgun."

"Já, nei, nei, þess gerist ekki þörf þú bjargar okkur þannig, þetta verður að vera gert á okkar forsendum....Við stjórnum og þú bjargar skilur.. bara svona fifty fifty þú skilur, við þurfum bara lánalínu til að halda áfram fjárfestingastefnu okkar...þú verður að skilja við höfum stóra hluthafa til að hugsa um..arðsemi þeirra er okkar hjartans mál"

"Já rétt er það Þorsteinn Már við verðum að hugsa um hluthafa, en líka um skattgreiðendur og sparifjáreigendur, eftir allt þá eru þetta peningar fólksins í landinu sem þú ert að biðja um."

"Já, já það er augljóslega rétt en það er ekki aðal málið Davíð. Það er okkar reynsla hjá Glitni að vasar skattgreiðenda eru djúpir og tapþol skattgreiðanda skal ekki vanmetið. Við erum góðir í að finna út tapþol fólks. Sko Davíð ef þú gerir ekki eins og við segjum þá setjum við þetta þannig upp að þú sért að gera upp gömul mál. Fáum Hallgrím Helga til að skrifa innihalds litla pistla um hatur þitt á Baugsmönnum."

"Já, þið verðið að gera það sem þið teljið rétt Þorsteinn Már. Ég geri það sem mér ber, og það er að huga að skattgreiðendum og efnahagnum í heild. Þið gerið það sem ykkur finnst rétt til að réttlæta eigin mistök."

"Ok Davíð ef þú gerir þetta ekki á okkar forsemdum þá er fjandinn og Hallgrímur laus."

"Ok Þorsteinn Már your the Boss"

Það er mín bjargfasta skoðun að þetta hafi farið svona fram

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 29.9.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband