Hugleiðing...

Ég er búin að vera fylgjast með fréttum undanfarið af þessum yfirtökum á Glitnir og viðbrögðum fólks á þeim gjörningum.  Þá datt mér í hug,, þar sem verkalýðshreyfingin og samtök launafólks í landinu hafa ekkert látið í sér heyra varðandi vaxta okur og þróun mála og aðgerðarleysi ríkistjórnar Íslands.

Þá datt mér í hug þar sem ég á ekki neitt nema skuldir, er ekki málið hjá mér að senda Geir H.Haarde beiðni um að yfirtaka allar mínar skuldir?? 

 Er ekki málið að fólk fari að taka sig saman og mótmæla með því að senda Forsætisráðherra tölvupóst um beiðni um yfirtöku skulda.  Ætli það myndi ekki hreifa við mönnum ef pósthólf Stjórnarráðsins myndi yfirfyllast af skeytum og lýsingum fólks hvernig eignir gufa upp og lánin rjúka upp úr öllu valdi og fólk missir mátt til að greiða af lánum sínum. 

 Fólk er að missa móðinn eru þessir menn ekki að skilja það.  Er það ekki krafa fólks að þeim sé´líka bjargað eins og einhverjum bönkum sem menn eru búnir að vera spila djarft.  Það kom engum við þegar vel gekk,af hverju kemur það ríkissjóði það við þegar menn eru búnir að missa buxurnar niður um sig??  Nei ég segi bara svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband