Laugardagur, 1. nóvember 2008
Vonandi gengur henni vel í aðgerðinni og nái sér að fullu,en...
Ég get ekki skilið fréttina öðru vísi en að stjórnin sé að springa. Enda væri það ekki óeðlilegt eftir þessar misheppnuðu gjörðir sem hafa verið gerðar.
Þegar ég kaus til alþingiskosninga síðast, var ég ekki að heimila ráðamönnum að taka börnin mín og barnabörnin og veðsetja þau í mörg ár fram í tíman. Það hefði verið óábyrgt af mér. Ég hef hvergi séð þá heimild að Forsætisráðherra hafi haft heimildir til þess. Ég spyr hvernig er hægt að ætlast til að við einstaklingar greiðum skuldir okkar, ef einkafyrirtæki þurfa þess ekki. Er það sanngjarnt? Er ekki málið að núll stilla allt fjármálkerfi Íslands? er hægt að ætlast til þess að fólk missi atvinnu sína í hrönnum og missi þar af leiðandi þá getu að séð sér farborða, á þetta fólk að fara greiða skuldir fyrir bankakerfið sem er búið að vera í einkaeigu, og verða samt sem áður á klafa vanskila og verður ónýtt í kerfinu í mörg ár á eftir, vegna þess að fólk verður á vanskilaskrá. Við heyrum að nú séu einhver 35.000 manns á þessari skrá, hvernig haldið þið að hún lýti út eftir 6 mán?
Hvernig stendur á því að Birna bankastjóri í Glitni fær að halda starfi sínu, manneskja sem ekki fylgist með því hvort 180.000.000 fari úr sjóðum sjálf síns, eða ekki. þÓ VAR HÚN BÚIN AÐ GERA SKATTASKÝRSLU. ER ÞAÐ EKKI EITTHVAÐ SEM SKATTAYFIRVÖLD EIGA AÐ SKOÐA.
Eru ráðamenn svo vitlausir að halda að fólk sjái ekki í gegnum þetta?? Þvílíkt bull.
Þegar ég fer í banka og fæ lán. þá er ég ekki að ætlast til að einhverjir aðrir greiði skuldir mínar. En þessar gjörðir eru þannig að þetta er óskiljanlegt að öllu leiti. Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera skapa þetta umhverfi fyrir fjármálakerfið og í dag þökk sé þeim, við skulum muna að bankarnir vildu líka taka Íbúðaplanasjóð. Ég bloggaði um þetta einhverntíman þegar bankarnir voru að keyra upp fasteignaverð með rugl lánum.
Ég vil að stjórnin hverfi og við fólkið fáum að kjósa einstaklinga inná þing og fækkum þingmanna um 50%. Ég get ekki séð að einn einasti þingmaður sé hæfur til að vera áfram inná þingi.
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.