Enn bætist við halann. Hvar endar þetta.

Mig langar að vita hvort stjórnarskráin heimilli stjórnvöldum að vera taka svona greiðslur að sér.  Við þjóðin stofnuðum ekki til þessara skulda, en venjulegur einstaklingur getur ekki farið með lánin sín og skuldsett ríkið fyrir þeirri skuld.  En af því að Sjálfstæðisflokkurinn fór og einkavæddi alla skapaða hluti og ekkert mátti vera í eigu ríkisins.  Bankarnir voru seldir örfáum einstaklingum,sem fóru á fullt í gambl,og allir vita niðurstöðina það er ekkert eftir nema skuldir.  Síðan eigum við að borga og borga.

En hvað verður um fyrirtæki þessara manna?? hver á þau? Á ríkið Bónus,olíufélöginn,tryggingafélögin og fleiri fyrirtæki.  Nei þessir sömu menn reka þau áfram, og hirða allan arð úr þeim og geyma peniningana erlendis.  Þetta er alltaf að versna þetta ástand,og á bara eftir að versna mikið í viðbót.


mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hefur þetta nokkuð með pólitík að gera - þarf að vera með "puttann" á öllu

Jón Snæbjörnsson, 22.11.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Íslenskir milljarðar og rússnesk fjölskyldu fyrirtæki

Nei. hafa borist gögn um tengsl eignarhaldsfélaganna Gaumur Holding og Meiður Holdingvið félögin Quenon og Shapburg.

Eins og sjá má á meðfylgjandi úrklippum úr gögnum um hlutabréfaskráningar í Lúxemborg, stóðu Quenon og Shapburg á bakvið stofnun félaganna Compagnie Finansiere Atlantique du Nord, sem skiptir síðar um nafn og verður Gaumur Holding SA og Compagnie Finansiere Scandinave, sem breyttist síðar í Meidur Holding SA.

Skráningartíðindin frá Lúxemborg.

Stofnun Compagnie Financiere Pour L'Atlantique Du Nord Holding, september 1998.

Atlantique Du Nord breytt í Gaum.

Dagsetning skráningartíðinda í Lúxemborg fyrir Scandinave.

Stofnun Compagnie Financiere Scandinave Holding SA, júní 1998.

Scandinave Holding breytt í Meið.

Sömu félög stóðu að baki stofnun félagsins Alfa Holding, sem er í eigu rússneska ólígarkans Míkhaíl Fridman. Alfa Holding heldur utan um félög Alfa-samsteypunnar, meðal annars Alfa/Eko sem varð grunnurinn að stofnun AlfaBank, nú eins stærsta banka Rússlands og í eigu Fridmans.

Skráningartíðindi dags. við stofnun Alfa.

Stofnun Alfa.

Mikhaíl Fridman er 20. ríkasti maður heims skv. hinum sívinsæla lista Forbes. Hann var, ásamt samsteypunni Alfa, ákærður árið 2006 fyrir stórfellt peningaþvætti og skipulagða glæpi í Bandaríkjunum, og meðal annars fyrir að hafa beitt fyrir sig þarlendum bönkum í þeirri starfsemi. 

—

Heimildamaður blaðsins lét þessar skýringar fylgja:

„Sérfræðingar segja að tilgangurinn með þessum aðferðum við stofnsetningu fyrirtækja og rekstur þeirra sé þríþættur:

1.        Að fela eignarhald á fyrirtækinu 

2.       Skattaleg undanskot 

3.       Millifærslur sem ómögulegt er hægt að rekja 

Ef félag er stofnað í Lúxemborg - þ.e. hefðbundið „off-shore“ félag, þá ertu samt skráningarskyldur þar í landi og yfirvöld geta séð millifærslur og hver er eigandi fyrirtækisins þótt fullkominn bankaleynd ríki. En með því að fara í gegnum eyju eins og Tortola - þ.e. British Virgin Islands - þá fara allar skráningarupplýsingar í gegnum svokallaðan „agent“. Engar „official“ upplýsingar eru tilfærilegar varðandi eignarhald á fyrirtækjum sem eru stofnsett á þennan máta á British virgin islands. Stjórnvöld þar skráir aðeins „agentinn“ og t.d. í tilviki Kaupþings banka þá er það mjög líklegt - en þó ekki sannað - að um sé að ræða „agent“ að nafni Havelet Trust.

M.ö.o. - allar „skattaskýrslur“ og allar upplýsingar um fyrirtækin sem eru stofnsett á þennan máta hverfa í karabíska hafinu.

Það sem er hinsvegar hvað athygliverðast er þó að reyna að skilja hvaðan þeir fjármunir sem upprunalega voru notaðir til að stofna Gaumur Holding og Meidur Holding koma. Við erum að tala um þúsundir milljóna króna. Af hverju voru þessir fjármunir settir í gegnum fyrirtækin Quenon og Shapburg - sem hafa verið opinberaðir sem „slush-funds“ [slabb-sjóðir?] fyrir rússneskan glæpamann - á sama tíma og KB-banki hefur fjölmörg „off shore félög“ í sinni eigu á British Virgin Islands s.s. Waverton, Starbrook og Birefield en félögin þeirra þarna skipta tugum. Hver átti upprunalega Gaumur Holding og Meidur Holding? Og það sem skiptir mestu máli - hafa þeir enn einhver áhrif innan þessara „íslensku“ félaga ?

Fyrirtæki sem eru stofnsett á þennan máta - eru ekki eingöngu „tax shelters“. Þau virka einnig sem „parallel“ gjaldmiðill gegn dollar og yeni. Ef þú vilt millifæra stórar upphæðir frá A til B þá stofnar þú einfaldlega fyrirtæki C á Bresku Jómfrúreyjum og millifærir peningana inn í fyrirtæki C. Síðan breytir þú eignarhaldinu á fyrirtækinu A og lætur eignarhaldið renna til B. Engar slíkar millifærslur/ráðstafanir eru skráðar. Þ.a.l. getur B fengið „ótakmarkað“ fé án þess að gefaupp hvaðan þeir fjármunir koma - hvernig hann fékk þá o.s.frv. Með öðrum orðum: uppruni peninganna getur verið hver sem er og þeir sem vilja t.d. „þvo“ peninga nota þessar aðferðir grimmt.

Rétt er að taka fram að þetta geta allt verið „tilviljanir“ en óneitanlega vakna upp margar spurningar. Baugsmenn og KB Banki hafa notað þessi félög fyrir mjög stórar millifærslur – sbr. voru þúsundir milljóna króna notaðar til að stofna Gaumur og Meidur holding upprunalega. Og sömu félög eru notuð af Mikhail Fridman sem er þekktur rússneskur olígarki og glæpamaður.“

Eins og heimildamaður Nei. tók skýrt fram er tæknilega mögulegt að þarna sé um einhvers konar tilviljun að ræða: „Þetta getur auðvitað verið tilviljun – en þegar íslenskir bankaeigendur eru að nota sömu félög – á sömu eyjunni – í British Virgin islands klasanum, þá vakna ýmsar spurningar. Það eru 600 þúsund félög skráð í gegnum British Virgin Islands – og það er tölfræðilega býsna óþægilegt að vita til þess að tvö íslensk félög skuli vera tengd Rússagulli.“

—

Um ákærurnar á hendur Fridman má lesa nánar hér:
http://www.corpwatch.org/article.php?id=13695
og hér:
http://www.forbes.com/2006/06/09/fridman-alfa-group-cx_cn_0609autofacescan06.html

Skráningargögnin frá Lúxemborg er meðal annars að finna hér:
http://www.etat.lu/memorial/memorial/1998/C/Pdf/c6922609.pdf

Jón Snæbjörnsson, 22.11.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Heidi Strand

Þetta virðist sem enginn endi á að taka. Við skuldum ekki þessa peninga.

Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Var að reikna út að bankaskuldirnar okkar eru nóg til að borga hjúkrunarfræðingi laun í 230.000 ár.

Villi Asgeirsson, 23.11.2008 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband