Nú kastar Víglundur fyrsta steininum.....

Ég var að lesa frétt í fréttablaðinu þar sem Víglundur Þorsteinsson segir að ekki komi til greina að endurskoða kjarasamninga og ekki verði hægt að standa við þær hækkanir sem búið var að semja um.  Mér finnst það hjákátlegt að þessi maður skuli koma með svona yfirlýsingar.  Þetta er sami maður og er búin að vera í stjórn Lífeyrissjóðs Framsýnar og hann er búin að vera að taka mjög skrýtnar ákvarðanir varðandi lán úr sjóðnum.  Það eru búin að rúlla milljónatugir af sjóðum Framsýnar í gegn hjá félögum sem Hann sjálfur Víglundur Þorsteinsson á og hefur átt í.  Mikið af þessu fé er nú tapað.

Síðan er hann einn af kaupendum af Sementsverksmiðjuna ef að kaupendur skildi kalla en þeir fengu verksmiðunna gefins o er það Valgerði Sverrisdóttir til vansa og er stór svartur blettur á hennar ferli.  En nóg um það, það sem skeði við þessi kaup er að títtnefndur Víglundur, fékk þá tækifæri til að stroka úr skuld við verksmiðunna um 900.000.000 kr. sem félag hans B.M.Vallá skuldaði þá.  Síðan heldur hann áfram og undirbýður og undirbýður steypu og kaupir og kaupir fyrirtæki til að reyna að eignast einokunar stö'u á markaðinum.  En nú er svo komið að Sementverksmiðjan er uppurin af lausafé og Títtnefndur Víglundur greiðir ekki það sement sem hann hefur tekið út síðan að hann fékk verksmiðjuna gefins, þannig að verksmiðjan er að stöðvast og fara í þrot ef ekkert stórkostlegt skeður á næstu vikum.

Einnig hefur manni skilist að þeir sem eiga fé inni hjá félögum hans hafa verið að taka út steypu upp í skuldir og verið að reyna að selja á spott prís til að fá eitthvað upp í kröfur.

Þessi maður af öllum kemur svo í fjölmiðla og segir að það komi ekki til greina að standa við gerða samninga.  Hvernig ætla þessir menn að reyna að fara með fólk í þjóðfélaginu.  Á að rýja fólk algerlega ærunni heimilum og öllu.  Hvernig á fólk að getað reitt sínar nauðþurftir ef það á líka að taka af fólki launin??  mér er bara spurn. 

Er ekki komin tími til að menn eins og Víglundur sem er búin að eiga frekar sóðalega viðskiptasögu hætti bara í viðskiptum og snúi sér að öðru.  Þessir menn hafa ekki og geta ekki rekið fyrirtæki nema með því að fá þau gefins og eða taka þau óheiðarlega í yfirtökum og undirboðum, og geta ekki einu sinni rekið þau eðlilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þessi maður er stórhættulegur öllu venjulegu fólkis þó ekki sé meira sagt

Jón Snæbjörnsson, 4.1.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband