Ég vildi óska að mótmælin gætu..............

Farið þannig fram að engar grímur væru og allir væru samstíga í því sem er verið að gera.  Það skapar óeiningu að vera með svona tvo til þrjá hópa. 

Einnig finnst mér skrítið að Ástþor Magnússon sem er talsmaður friðar,að hann skuli koma svona fram. 
En Björn Bjarnason þorði ekki að mæta, ekki er ég hissa.  Hann er ekki búin að fá nægilega öfluga sérsveit fyrir sig.  En ég bloggaði um þetta um daginn, og hvað kom í ljós ausið er peningum í sérsveitina af því að menn eru hræddir við að vera flengdir á Austurvelli á einhvejum tímapunkti.


mbl.is Fundi lokið í sátt og samlyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í kvöld sameinuðust allir og það voru enginn öfl í sitthvoru horninu. Ég get skilið að þú og aðrir nái ekki því sem raunverulega skeði á svona fundi. Enda er fréttaflutningurinn með eindeimum slakur.

Kíktu á borgarafundur.org Þar færðu mestu og réttustu upplýsingarnar hvað raunverulega fór fram.

Þetta var besti alþýðufundur sem ég hef orðið vitni að á ævinni. Krafturinn í fólkinu var ótrúlegur og hann mun bara vaxa og vaxa.

Fyrir utan það að samstaðann jókst þá var tvennt annað sem komst á hreint á þessum fundi.

1. Björn Bjarnason er gunga og ekki í tengslum við fólkið í landinu.

2. Ástþór Magnússon vill vel en er ekki heldur í takti við fólkið í landinu. Hann veldur því miður meiri óróa en samstöðu.

"Réttlæti er mikilvægara en lögin ef þau stuðla að augljósu óréttlæti"

Allir Íslendingar eiga að koma sér upp úr sófanum áður en Ríkistjórninn tekur frá þeim vinnuna og drífa sig í að verða reitt.

Þjóðstjórn sérfræðinga og frystum eigur ræningja Íslands. Aðeins þannig komumst við útúr þessu.

Örn. (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:54

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Sæll, langði að benda þér á að það kom fyrirspurn til lögreglustjóranna um þetta atriði með auknar fjárveitingar til óeirðarlögreglunnar og svelti efnahagsbrotadeildar, Stefán Eiríksson svarði því alveg heiðarlega að það væri algjörlega ákvörðun Dómsmálaráðherra og reyndi ekkert að verja þann gjörning hans.

Ef þig langar að lesa um framvindu fundarins geturður lesið ítarlega útekt mína á honum  á blogginu mínu.

http://thj41.blog.is/blog/thj41/entry/766388/

Þór Jóhannesson, 9.1.2009 kl. 01:46

3 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sælir takk fyrir þetta ég er búin að lesa þetta hjá þér Þór vel gert hjá þér og góð lýsing.  Takk ffyrir það.

Einar Vignir Einarsson, 9.1.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband