Mánudagur, 6. apríl 2009
Þá er á enda þessi vera mín í Færeyjum.
Það er sett stefna á að fljíga heim á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða dvöl hér hjá frændum vorum í Færeyjum. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt og að mörgu leiti skemmtilegt. Mér líkar vel hér í Færeyjum og eru þetta höfðingjar heim að sækja. Eg ef ekki er þoka þáá ég að lenda kl 11:30 í Reykjavík.
Það er ótrúlega mikil breyting orðin fyrir skipstjóra að sigla í dag miðað við fyrir 4 árum síðan, það er orðið svo mikil skriffinnska í kringum alla hluti. Maður er bara orðin í fullu starfi að fylla út pappíra og skjöl. Ég gat varla farið á lyftaranna í lestun og losun. En svona er eftirlitskerfið orðið., ég er búin að skrifa nafnið mitt oftar á þesum tveimur mánuðum,en alla mína tíð held ég ... Ótrúlegt pappírsflóð. Það verður fínt að komast í frí eftir þessa útiveru.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.