Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Er þetta ráðherrar sem Íslendingar þurfa.
Alveg er með endemum málflutningur Vinstri Grænna. Er það virkilega þannig ráðherrar sem okkur vantar á þessum tímum. 'Ég hélt að okkur vantaði Atvinnu Peninga og hagvöxt. En einhvern vegin eru þingmenn Vinstri Grænna alltaf á móti öllum tillögum og framförum í þjóðfélaginu. Nú kórónaði Kolbrún Halldórsdóttir sinn feril. SJá frétt af vísi.
Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum
Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu.
Kolbrún segir að við sjálfbæra atvinnustefnu beri að horfa heildstætt á áhrif framkvæmda á samfélag, umhverfi og efnahag. Sé það vilji Íslendinga að hefja olíuiðnað í lögsögu Íslands hefði verið eðlilegt að gefa öllum hlutaðeigandi aðilum tækifæri til að koma að málinu á undirbúningsstigi og skoða það i samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum. Það hafi verið í ljósi þessa sem hún lýsti efasemdum með fyrirhugaða úthlutun leyfa til olíuleitar á Drekasvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kolbrún áréttar að þingflokkur VG hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu.
Þá segir Kolbrún að þegar frumvarp um breytingar á lögum um olíuleit á Drekasvæðinu var samþykkt á Alþingi 20. desember 2008 hafi þingmenn VG setið hjá vegna vanreifunar málsins. Fyrir þvi hafi verið nokkrar ástæður, m.a. hafi afgreiðsla málsins verið flaustursleg og málið fengið sáralitla umfjöllun í umhverfisnefnd þingsins, þrátt fyrir að stærstur hluti þess hafi heyrt undir málasvið nefndarinnar. Skipulagsþáttur málsins var á endanum tekinn út úr frumvarpinu vegna slælegs undirbúnings, enda hafði Skipulagsstofnun ekki verið höfð með í ráðum við samningu þess. Aðkomu sveitarfélaga var ábótavant og mikilvægt var að huga betur að mengunarþætti málsins. Af þessum orsökum sátu þingmenn VG hjá við afgreiðslu frumvarpsins," segir Kolbrún.
Athugasemdir
Fólk ætlar að strika hana út í stórum stíl. Það er á hreinu.
Davíð Löve., 23.4.2009 kl. 00:26
Blessaður Einar
Hún er spes mjög spes, en kannski eru margir spes í VG ?
Ágúst Guðbjartsson, 23.4.2009 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.