Er þetta ráðherrar sem Íslendingar þurfa.

Alveg er með endemum málflutningur Vinstri Grænna.  Er það virkilega þannig ráðherrar sem okkur vantar á þessum tímum.  'Ég hélt að okkur vantaði Atvinnu Peninga og hagvöxt.  En einhvern vegin eru þingmenn Vinstri Grænna alltaf á móti öllum tillögum og framförum í þjóðfélaginu.  Nú kórónaði Kolbrún Halldórsdóttir sinn feril.  SJá frétt af vísi.

Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum

mynd
Kolbrún Halldórsdóttir hefur efasemdir um olíuleit á Drekasvæðinu.

„Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu.

Kolbrún segir að við sjálfbæra atvinnustefnu beri að horfa heildstætt á áhrif framkvæmda á samfélag, umhverfi og efnahag. Sé það vilji Íslendinga að hefja olíuiðnað í lögsögu Íslands hefði verið eðlilegt að gefa öllum hlutaðeigandi aðilum tækifæri til að koma að málinu á undirbúningsstigi og skoða það i samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum. Það hafi verið í ljósi þessa sem hún lýsti efasemdum með fyrirhugaða úthlutun leyfa til olíuleitar á Drekasvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kolbrún áréttar að þingflokkur VG hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu.

Þá segir Kolbrún að þegar frumvarp um breytingar á lögum um olíuleit á Drekasvæðinu var samþykkt á Alþingi 20. desember 2008 hafi þingmenn VG setið hjá vegna vanreifunar málsins. Fyrir þvi hafi verið nokkrar ástæður, m.a. hafi afgreiðsla málsins verið flaustursleg og málið fengið sáralitla umfjöllun í umhverfisnefnd þingsins, þrátt fyrir að stærstur hluti þess hafi heyrt undir málasvið nefndarinnar. „Skipulagsþáttur málsins var á endanum tekinn út úr frumvarpinu vegna slælegs undirbúnings, enda hafði Skipulagsstofnun ekki verið höfð með í ráðum við samningu þess. Aðkomu sveitarfélaga var ábótavant og mikilvægt var að huga betur að mengunarþætti málsins. Af þessum orsökum sátu þingmenn VG hjá við afgreiðslu frumvarpsins," segir Kolbrún.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Fólk ætlar að strika hana út í stórum stíl. Það er á hreinu.

Davíð Löve., 23.4.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

 Blessaður Einar

 Hún er spes mjög spes, en kannski eru margir spes í VG ?

Ágúst Guðbjartsson, 23.4.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband