Laugardagur 05.05.2007

Hæ.

Ég er að velta fyrir mér hvað liggur á bak við það einelti sem Framsóknarflokkurinn er að á í fjölmiðlum og frá stjórnarandstöðunni.  Ég er farin að trúa því að andstæðingar okkar í pitík séu að kaupa fréttamenn til að byrta óhróður um flokkinn.  Ef satt er að Jónína Bjartmars hafi beitt sínum áhrifum til að tengdardóttir hennar hafi fengið Íslenskan ríkisborgararétt þá er gagnrýnin réttmæt og hún ætti að segja af sér þingmensku ekki spurning í mínum huga.  En hitt er svo annað mál, þeir sem eru í nefndini ættu að gera slíkt hið sama.  Það er ekki spurning að þeir sem eru inni á þingi vita allt um alla og eru í því að samtryggja hvern annan ef þeir geta.  Auðvitað vita allir í nefndinni að þessi blessuð stúlka er tengdadóttir Jónínu, en allir í nefndinni eru samsekir og ættu að segja af sér.

En nóg um það, ég er búin að vera að vinna í dag og er alveg hissa á hversu mikið er byggt hér enn það virðist ekkert lát vera á framkvæmdum enn.  Við erum orðnir algjörlega yfirbókaðir í verkum út þetta ár sem horfir í að vera besta ár verksmiðjunnar, og betra en s.l. ár sem var algjört met ár.  

Ég er að vinna mikið með fólk og maður upplifir einnig eymdina einnig þó við séum að horfa á velmegunna á öðrum sviðum.  Öfgarnir eru í báðar áttir.  En ég er ekki viss um að þó svo að vinstri flokkarnir komist að að þá batni lífskjörin eitthvað.  SWagan segir að eftir að vinstri stjórnir hafa verið við stjórn hefur allt verið ei rjúkandi rúst eftir 4.ár ef þær stjórnir hafa tollað svo lengi.  Ég get ekki séð hvernig Jón Magnússon, Ingibjörg Sólrún, og Steingrímur, ætla að vinna saman, sjálfsagt er þetta hið vænsta fólk en ég hef enga trú að þau geti starfað saman og það er hættulegt að hleipa þeim saman. Ég veit líka að þau öll verða að fá að ráða til að þau þrífast sem best því hvert þeirra eru svo miklir hrokar að þau hafa aldrei látið að stjórn annara,,þó að umræðan um Framsóknarflokkinn sé svona er hann þó sá flokkur sem getur unnið með hvaða flokk sem er en samt er stjórnarsamstarfið nú, búið að vera þjóðinni mjög farsælt undanfarin 16 ár.  Það hefur aldrei verið eins mikil hagsæld hér í norðurhöfum áður.  Það er ekki bara Sjálfstæðisflokknum að þakka eins og sumir þingmenn vilja halda fram það er mest Framsóknarflokknum að þakka hversu svegjanlegur hann er og hvað það er mikill samstarfsvilji er hjá okkur í flokknum að halda áfram á sömu braut.  Það er einnig gaman að sjá hvað það er mikill munur er á ráðherrum flokkanna að láta ná í sig og ræða mál sem koma upp.  Ég hef sjálfur reynslu af því.  Ég hef haft samband við Jón Sigurðsson og einnig Halldór Ásgrímsson þegar hann var við stjórnvölin ég hef alltaf náð í gegn strax og getað borið mín mál upp við þá.  En hinns vegar er ég búin að reyna að ná í Samgönguráðherra í 9 mánuði og ekki einusinnni fengið svar eða höfnun á samtali hann hlýtur að vera svona merkilegur að hann svarar ekki einu sinni.  Ég skrifaði líka Formanni Samgöngunefndar ( Guðmundi Hallvarðssyni)bréf jú hann svaraði erog ætlaði að koma okkur á fund er síðan eru liðnir margir mánuðir.  Ætli það sé vegna þess að ég viti of mikið hvernig allt er þarna innandyra ... kanski??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband