Félag Skipstjórnarmanna II. Hluti

Ég er búin að vera að glugga í þetta torlesna bréf sem félagið sendi öllum (Flestum).  Ég furða mig á hvað félagið er að gera með þennan lögmann.  Hann er hroðvirkur og með rangfærslur eins og hann haldi að engin í félaginu skilji hvorki upp né niður í fundarsköpum.

Hann er forviða að menn vilji að Aðalfundurinn sé haldin löglegur eins og það skipti engu. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að þeir sem greiða í stéttafélag væru að fá þá þjónustu og þeir sem þar væru að starfa væru í vinnu hjá þeim sem í félagið greiða.  En öðru gegnir í þessu félagi.  Hann segir meðal annars í greinargerð sinni orð rétt:  Breytir það því ekki ,að krafa um nýjan aðalfund stefnda með dómsmáli,skyldar ekki stjórn stefnda til að boða til almenns félagsfundar eða almennra félagsfunda víðsvegar um landið.  Málefni þau,sem stefndi hefur höfðað nú mun ekki skila neinu til stefnda, þótt þeir gæfu til kynna til hvers þeir yfirhöfuð eru að höfða mál um þetta.  Varla til að fá fram umræður um innri málefni félagsins undir liðnum önnur mál á nýjum aðalfundi í stefnda.  Ég er nú forviða að lesa þetta í bréfinu.  Hverja er lögmaðurinn að vernda, eru félagsmenn félagsins að biðja um að það sé haldin nýr fundur það sem svo margir meinbugir voru á hinum ólöglega fundi sem til var boðað á kolrangan hátt og i óþökk mannanna sem í félaginu eru og greiða peninga í það.  Flestir mannanna voru úti á sjó, og það hefur alltaf verið ósk manna að aðalfundur sé haldin í kringum Sjómannadag þar sem flestir eru í landi.

Að vera auglýsa fund á heimasíðu félagsins þar sem yfir 90% manna hafa ekki kost á að komast á netið.  Finnst mér sýna að þarna innanbúðar eru menn sem eru að sitja á feitum launagreiðslum og eru að reyna að tryggja að engin komist í þá stóla.  Ég get ekki séð að þessir háu herrar séu að berjast fyrir hag hins vinnandi manns sem er í raun að greiða Lögmanninum og öðrum ofurlaun miðað við það sem þessir menn hafa komið í verk.  Frá upphafi hafa aðalfundir félagsins alltaf verið haldnir síðasta föstudag í maí,og er þeim félagsmönnum,sem hafa látið félagið sig einhverju varð,um það full kunnugt.

Ég kem til með að vera með einn eða tvo pistla um þetta mál hér síðar. 

En mér finnst þetta ömurlegt að sjá mitt gamla félag hrynja niður í skítinn eins og nú er komið fyrir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Frændi: Ég þakka þér mikið fyrir að koma þessu á framfæri. Stend með þér þarna 100%.

Einar Örn Einarsson, 9.10.2008 kl. 00:21

2 identicon

Ja hérna Einar Vignir - það er aldeilis þarft að vekja athygli og umræðu á þessu!!

Ása (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband