Það eru ekki margir sem myndu bregðast svona við.................

Ég er ánægður að Bjarni skyldi bregðast svona við mistökum sínum. Það eru margir sem mættu taka hann til fyrirmyndar og segja af sér þingmennsku. En hitt er annað mál þá er svakalegt af Bjarna að ætla sér að vinna svona og er alveg með ólíkindum að menn vinni svona, að ætla sér að láta einhvern lepp sverta mannorð annarar manneskju á þennan hátt. Er það virkilega raunin að svona vinni þingmenn landsins okkar?? Ég veit að Bjarna gekk það til að styrkja formann flokksins en nú snérist það í hönum hans og virkar neikvætt á stöðu formannsins í komandi kjöri. En ég vona samt að Valgerður fari ekki fram hennar tími er liðin ég er sammála Bjarna þar. Í mínum huga eru einungis 2. manneskjur sem eiga að taka við formennsku í Framsóknarflokknum. Það er Björn Ingi Hrafnsson annarsvegar og svo hinsvegar Sæunn Stefánsdóttir. Þau tvö eru hæfustu innan Framsóknarflokksins að mínu mati. Ef flokkurinn ætlar sér eitthvað í næstu kosningum verður hann að skipta út þessum þingmönnum sem ekkert hefur heyrst í út af þessu ástandi sem er í þjóðarbúskapnum í dag maður er með það á tilfinningunni að Guðni sé einn í flokknum.

Góðir Framsóknarmenn brettum upp ermarnar og fáum okkur nýtt fólk til forustu og á lista okkar.


mbl.is Fékk aðeins í magann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband