Ég hef verið að velta fyrir mér...............

Á hvaða efnum hafa þessir menn verið þegar best lét.  Þeir hafa keypt og keypt á hvaða verði sem er, einungis til að sýnast vera ríkir.  Þeir kaupa t.d. þessa keðju á 21 miljón punda og geta kannski selt hana aftur á 1. milljón punda.  Pælið í þessu rugli þeir eru að tapa 20 milljón pundum!! Hvað er að??.  Sama má segja um t.d. Eimskip þar sem fullt af einstaklingum og lífeyrissjóðum áttu hlut í.  Þar var keypt og keypt frystigeymslur, smíðuð rándýr skip (sem aldrei verður hægt að láta reka sig sjálf) og fullt af fyrirtækjum sem aldrei koma til með að ganga  nema með einhverjum verulegu afskriftum, og flugfélög og ég veit ekki hvað og hvað.  Þessi fyrirtæki voru keypt á mörgu sinnum hærra verði en raunvirði þeirra voru.  Enda er að koma í ljós að þeir eru byrjaðir að afskrifa ekki milljónir heldur tugi milljarða og ekki dugar til.  Síðan er þetta þagað í hel,eins og okkur sem áttum hluti í þessu félagi komi þetta ekkert við.  ´

Svo er bara sagt að þetta sé fjármálakreppa út um allan heim!!  Og það sem verst er að ráðamenn halda að við trúum þessu.  Bara rugl.  Ef við skoðum Icesave, hvernig datt mönnum í Hollandi að hægt væri að trúa því að 300,000 manna þjóð á Íslandi gætu verið svo miklir snillingar að þeir gætu ávaxtað fé þeirra betur en þeirra eigin bankar?? Ég segi bara það að mikilmennskan og ruglið á þessum mönnum hefur verið algert. og mig þætti gaman að vita á hvaða efnum þeir voru. það hlýtur að hafa verið rosa rosa víma sem fylgdi á eftir.


mbl.is Stefnir í sölu Whittard
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Það skipti ekki máli hversu dýr fyrirtækin voru, heldur hversu oft var hægt að selja sjálfum sér á hærra og hærra verði. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing lánuðu út á hækkanirnar á verðunum. Fyrirtækin voru dauðadæmd um leið og þessir andskotar keyptu þau. Nú borgar þjóðin lánin, sem bankarnir veittu til kaupanna fram og til baka. En þér að segja þá held ég að efnið sem þeir nota sé kókaín!

Hreggviður Davíðsson, 23.12.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband