Er spilling í V.R.??

Að mínu mati er ótrúleg spilling í V.R.  Ég er aðeins búin að vera kynna mér störf LAUNAÐA starfsmanna hjá V.R.  Til dæmis er varaformaður V.R í fjölmörgum nefndum og ráðum,  þar á meðal 4 á vegum hins opinbera, eins og sést hér að neðan. 

Stefanía Magnúsdóttir

Samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi
Staða: Varamaður - Tilnefningaraðili: Menntamálaráðherra
Starfsgreinaráð í matvæla- og veitingagreinum
Staða: Varamaður - Tilnefningaraðili:Landssamband ísl. verslunarmanna
Starfsgreinaráð í náttúrunýtingu
Staða: Aðalmaður - Tilnefningaraðili:Landssamband ísl. verslunarmanna
Starfsgreinaráð skrifstofu- og verslunargreina

 Mér er þá spurn hver eru laun hennar hjá V.R.  hversu mikinn tíma er hún að starfa fyrir okkur sem erum að greiða inn í félagið.  Hún hlýtur að setja fundi á daginn geri ég ráð fyrir, er hún þá á launum hjá okkur?? 

Annað sem varð til þess meðal annars að ég býð mig fram til stjórnar V.R er, þessi yfirlýsing stjórnar V.R. sem birtist á vef V.R. um að þreyta væri farin að gera vart við sig hjá stjórn V.R. vegna endalausra rangfærslur mótmælanda við V.R. Ég get ekki séð að menn hafi verið með neinar rangfærslur í málflutningi sínum yfir höfuð.  Ég get ekki annað séð að þetta fólk sem er að verja innkomu nýs fólks inní stjórn og til formanns sé að misnota aðstöðu sína til hins ýtrasta.  Ég hélt að starfsmenn félagsins ættu að vera þjóna því fólki sem í félaginu eru, er það ekki rétt hjá mér??.

Ef þetta fólk er orðið þreytt á því á það að hætta í stjórn og starfsemi félagsins.  Það er ekki hugur okkar sem greiða í félagið að ganga fram af fólki og gera það örmagna alls ekki.  En fólk á rétt á að fá skýr svör við spurningum sínum.

 Ég birti með leyfi Ágústs Guðbjörnssonar eftirfarandi samskipti við Stefaníu Magnúsdóttur.  (sem er búin að vera +ótrúlega lengi í stjórn V.R. ENDA ORÐIN ÞREYTT). 



Að kvöldi fjórða janúar sendi ég (Ágúst félagsmaður VR)   mótsvar við yfirlýsingu stjórnar VR á netfangið vr @ vr .is og bað um að yfirlýsing mín væri birt á heimasíðu VR . Yfirlýsing stjórnar VR hafði verið birt á heimasíðu VR fyrr um daginn.

Seint að kvöldi 5.janúar ítrekaði ég fyrirspurn mína og fékk ég svar daginn eftir frá Stefaníu Magnúsdóttir, varaformanni VR sem var eftirfarandi.

“Sæll Ágúst,

Markmiðið með vefsvæði VR er að veita félagsmönnum upplýsingar sem varða hag þeirra og réttindi á vinnumarkaði og tryggja að þeir hafi réttar upplýsingar um starfsemi félagsins og ákvarðanir þess. Vefur VR er ekki opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti, við höfum því miður ekki tök á því að birta yfirlýsingar eða tilkynningar frá félagsmönnum – þó einungis lítill hluti 28 þúsund félagsmanna VR vildi nýta vefinn til að koma sínum skoðunum á framfæri hefði það í för með sér að félagið gæti ekki sinnt nægilega upplýsingaskyldu sinni á vefnum.

Formaður VR og stjórn félagsins eru kosin til þess að sinna því hlutverki að leiða félagið. Það hlýtur að teljast eðlilegt að þessir aðilar hafi færi á að koma á framfæri upplýsingum um störf sín og ákvarðanir til félagsmanna í gegnum vefsvæði VR.

Ég vil hins vegar benda þér á að ef til atkvæðagreiðslu kemur um framboð til formanns eða stjórnar verður opnaður sérstakur kosningavefur þar sem frambjóðendur munu geta birt yfirlýsingar. Það er einnig verið að kanna möguleikana á því að bjóða frambjóðendum á framsögunámskeið því þeir munu fá tækifæri til að kynna sig á Nýársfundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna á vinnustöðum. Við munum senda boð til frambjóðenda um leið og upplýsingar liggja fyrir.

Með kveðju Stefanía”

 Við sem erum í framboði höfum ekki séð þetta boð enn.  Og þau eru að reyna að stýra því hvernig við erum að setja upp kosningabaráttu okkar. Og reyna að stýra umræðum í ákveðin farveg.  Allavega það sem þau geta t.d. með kynninum okkar og það verðu mjög fróðlegt að sjá hvernig kjörnefnd stillir uppá listann.

Mig langar líka að benda fólki sem les bloggið mitt á að fara inná eftirfarandi síður og skoða greinar hjá fólki sem er óánægt með stjórnun félags okkar.

http://ragnar73.blog.is

www.nyttisland.is/

http://agustg.blog.is

http://vrkristinn.blog.is


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband