Fimmtudagur, 4. desember 2008
Ekki einleikið hvað fólk er að sækja í kulda og trekk eða......
Er það vegna þess að maður er orðin þreyttur á kuldanum sjálfur. Ég hef verið að taka á móti þessum skipum sem eru að koma hingað frá Grænlandi og Svalbarða. Aldrei hef ég skilið þennan áhuga fólks að skoða ís og grjót.
En það er áhyggjuefni að vera að missa olíu út á þessum afskektu stöðum sem menga mikið. En þetta er líka umhugsunar efni fyrir okkur, við eigum engin skip til að koma svona skipum til hjálpar hér á norður slóðum ef svipað slys yrði hér. Hvorki skip,mengunarvarnar búnað eða neitt. Við erum ekki með þjálfað fólk til að takas á við svona vanda.
Strandaði á Suðurskautinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Ég skora á Kristján Loftsson að byrja aftur í vor.
Þetta eru frábærar fréttir. Nú á bara að hefja á fullu hvalveiðar helst á öllum skipunum. Setja verksmiðjuna í gang í Hvalfirði, Það skapast mörg störf og góður útflutningur og mikið af gjaldeyri. Bara tóm hamingja.
Það er allt of mikið af þessum skepnum í sjónum í kringum landið. Síðan er annar plús, við þurfum ekkert að vera verja orðspor það er farið, svo að við getum hagað okkur eins og villimenn næstu árin.
Íslenskt hvalkjöt í japönskum verslunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 1. desember 2008
Af hverju á fólk að greiða skuldir sínar?????????
Ég hef verið að hugsa um af hverju á fólk að greiða skuldir sínar.
Lítum á nokkrar staðreyndir:
- Ég tek lán í banka uppá 10 000 000kr. Í erlendri mynt.
- Bankinn tók lán erlendis til að lána mér. til lengri tíma á lægri vöxtum.
- Ég byrja að greiða af láninu og allt gengur vel.
- síðan byrjar kreppan og bankarnir eru þjóðnýttir,og gömlu bankarnir eru gjaldþrota.
- Sett er á stofn skilanefnd sem ákveður hvað mikið af láninu sem bankinn tók á að greiða.
- Skilanefndin ákveður að aðeins eigi að greiða 20% af láninu sem bankinn tók.
- Fjármál landsins hrynja og lánið mitt tvöfaldast.
- Nýi bankinn rukkar mig áfram samkvæmt lánaskilmálum og ég hætti að ráða við afborganirnar.
- Bankinn býður mér að létta mér greiðslunnar með því frysta greiðslur og dreyfa á allt lánið eftir einhvern fyrirfram ákveðin tíma.
Ég spyr sjálfan mig. Af hverju þarf ég að greiða af láni sem ekki verður endurgreitt nema að 20% höfuðstól.
Af hverju þarf ég að greiða allt lánið til bankans. Hver er að hirða mismuninn? Af hverju þarf ég að greiða einhverjum banka sem sem var að gambla með fé bankans og fór ylla 80% umfram það sem bankinn ætlar að greiða af láninu sem bankinn tók til að lána mér?
Fyrir utan það þá eru þessir sömu bankar búnir að glata stórum hluta af því fé sem ég ætlaði að nota til efri ára minna. Hvar eru bætur mínar?
Ég er að spekúlera að lýsa mig gjaldþrota og greiða ekki neitt meir. Ég sé engan tilgang með því.
Ég þarf hvort sem er að byrja í mínus enn og einu sinni í lífinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Mok um allan sjó en...........
Það er gaman að vera fylgjast með veiðum uppsjávar skipa. Þetta eru miklar breytingar á hegðun síldarinnar frá því að ég var á þessum veiðum í gamla daga. Við vorum þá alltaf fyrir austan,inná fjörðum Mjóafirði og Berufirði og Loðmundarfirði og fleiri fjörðum. En ég man eftir því að eitt árið vorum við á leið norður fyrir land,og kíktum inná Ísafjarðardjúp. Þá fengum við hellings veiði af mjög stórri síl líkt og skeði um daginn hjá Lundey.
En maður hefur oft heyrt um síld hér á sundunum við Reykjavík og einnig við Keflavík, en engin hefur verið að veiða á þessum stöðum nema í fyrra. Einnig er allt þetta magn sem veiðst hefur á Breiðafyrði undan farin tvö ár er með ólíkindum. ég man ekki eftir svona magni á sama stað.
En það sem er kannski áhyggju efni á næstu misserum er það að vegna hruns fjármálamarkaða úti í heimi er farið að hægast á sölu í Baltic löndum. Það væri rosalegt ef að svo fari. Síldveiðar okkar núna er það sem er að gefa landi voru einna mestan virðisauka í sjóði ríkissjóð í dag. Þó svo að álverin séu að framleiða mikið er ekki eins mikill virðisauki af þeirri framleiðslu líkt og fiskveiðar gefa. Við erum búin að skuldsetja svo mikið í kringum álverin að það er svo mikið af fé sem hverfur í þá skuldahiti, það eru margir sem myndu segja að þetta sé eigna aukning og komi til með að gefa okkur þessar virkjanir og eignir eftir nokkur ár,sem er rétt,en þegar við erum búin að greiða þessar skuldir okkar eru þessar virkjanir orðnar það gamlar að það þarf að fara að endurnýja allan búnað í kringum þær. Þá þarf að taka lán að nýju og skuldbinda okkur að nýju, svo að það er engin eða mjög lítill ávinningur af þessum álverum versus fiskveiðar.
Mok síldarveiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Þetta er rosalegt.
Staðnaður byggingariðnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Þetta er haðnandi heimur.
Verður á gjörgæslu í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Enn bætist við halann. Hvar endar þetta.
Mig langar að vita hvort stjórnarskráin heimilli stjórnvöldum að vera taka svona greiðslur að sér. Við þjóðin stofnuðum ekki til þessara skulda, en venjulegur einstaklingur getur ekki farið með lánin sín og skuldsett ríkið fyrir þeirri skuld. En af því að Sjálfstæðisflokkurinn fór og einkavæddi alla skapaða hluti og ekkert mátti vera í eigu ríkisins. Bankarnir voru seldir örfáum einstaklingum,sem fóru á fullt í gambl,og allir vita niðurstöðina það er ekkert eftir nema skuldir. Síðan eigum við að borga og borga.
En hvað verður um fyrirtæki þessara manna?? hver á þau? Á ríkið Bónus,olíufélöginn,tryggingafélögin og fleiri fyrirtæki. Nei þessir sömu menn reka þau áfram, og hirða allan arð úr þeim og geyma peniningana erlendis. Þetta er alltaf að versna þetta ástand,og á bara eftir að versna mikið í viðbót.
Þjóðverjar lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Drottningin að lesta á Naflanum.
Hún var að koma núna til Vopnafjarðar til lestunnar. Við erum búnir að senda hana hringinn í kringum landið með mörgum viðkomum. Þetta skip er mjög skemmtilegt og vel búið. Ég fæ alltaf fiðring þegar ég kem um borð í þessa týpu af skipum.
En við erum búnir að vera að feedera frá Neskaupstað og Vopnafirði til Ísafjarðar vöru,síðan lestuðum við í Reykjavik og Vestmannaeyjum og fyllum upp á Vopnafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Hvað sagði ég. Þeir ætluðu bara að ná í peninganna !!!
Ég bloggaði um þessa gjörðir Eimskips á sínum tíma. Ég var viss um að þetta yrði ekki lengi, það voru til peningar í sjóð um 150.000.000 að mig minnir og það ætluðu menn að ná í og einnig að blekkja kúnnana sína til að halda þeim í viðskiptum. Ég hef upplifað þetta ferli áður með Eimskip og get sannað það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Allir að lesa.... Mætum öll á Austurvöll !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það sem ég vill ræða hér er mál sem snertir okkur öll. Undanfarið ár hefur verðbólgan verið 10 til 15 prósent. Ríkisstjórn okkar hefur ekki gert nóg til að keyra hana niður. Eftir neyslufyllerí fárra landsmanna, fjárhættuspil bankastjóra, útlánastefnu einkabankana og algjört eftirlitsleysi yfirvalda með einkabönkunum sitjum við meðaljónarnir/jónurnar í skuldasúpu sem fáir sjá fyrir endann á nema eitthvað kraftaverk gerist. Meira að segja þeir sem voru aðhaldssamir í fjármálum sínum, versluðu íbúðalánið hjá Íbúðalánasjóð, keyptu sér bíl án láns eða notuðu strætó og slepptu öllum óþarfa eru í vanda sem fáir átta sig á.
Íbúðalánasjóður lánar einungis gegn verðtryggingu, sem er reiknuð sem bein afleiðing af verðbólgu. Verðbólgumarkmið seðlabankans kemur málinu í raun ekkert við, þó að það ætti að gera það því þá væri það hagur ríkisins að halda verðbólgunni niðri. Núna skiptir það íbúðalánasjóð litlu sem engu máli hve há verðbólgan er. Peningarnir þeirra eru tryggðir, tryggðir hjá okkur sem tóku lánið í góðri trú um að ríkið og seðlabanki gætu haft einhverja stjórn á verðbólgunni.
Nú tek ég dæmi um íbúðalán sem ég tók fyrir tæpu ári. Ég keypti mér íbúð fyrir 21.9 milljónir, tók lán hjá íbúðalánasjóð fyrir 18 milljónir og greiddi mismunin með sparifé. Þetta lán hljóðar núna uppá rúmar 20 milljónir. Það eru u.þ.b. 11,5 % vextir. Sem stendur er verðbólgan kominn upp fyrir 13,5% sem kemur út á að vextirnir á láninu eru 18,4%. Tvöföldunar tími lánsins er c.a. 6 ár Árið 2014 verður lánið komið uppí c.a. 40 milljónir og árið 2020 verður það komið uppí c.a. 80 milljónir. Miðað við verðbólguspá mun íbúðalán mitt hækka um c.a. 4 milljónir á næsta ári. Það gerir meira en 10.000 kr.- á dag alla daga ársins. Þetta er raunin þótt samviskusamlega sé borgað af láninu.
Allir þessir útreikningar gera ráð fyrir afborgunum, sem sagt greitt af láninu mánaðarlega og samt mun þetta vera niðurstaðan.
Ef þú trúir mér ekki þá getur þú rannsakað og reiknað þetta sjálf/ur.
Ríkið ber meðal annars ábyrgð á Íbúðalánasjóð og seðlabankanum, seðlabankanum sem á að halda verðbólgunni í 3,5%. Ef verðbólgumarkmiðin myndu haldast þá væri tvöföldunar tími þessa lán svolítið öðruvísi. Þá væri tvöföldunar tími lánanna ekki til.
Höfuðstóll 18 milljón króna láns færi mest uppí 25.969.542 kr.eftir 19 og hálft ár. Seðlabankinn og ríkið bera ábyrgð á þessu. Það þýðir ekki að fela sig á bakvið reglugerðir lengur. Alþingi seðlabankinn og íbúðalánasjóður geta ekki lengur falið sig á bakvið afsakanir. Þetta snýst ekki lengur um afsakanir og sök. Ef þetta verður ekki leyst og bakfært að einhverju leyti mun þetta valda því að enginn mun geta selt íbúðina sína sem að á íbúð sem stendur. Einfaldlega vegna þess að við munum ekki geta borgað íbúðalánasjóði mismuninn milli andvirðis íbúðarinnar og hve mikill höfuðstóll lánsins er orðinn.
Alþingi gat sett neyðarlög til að yfirtaka bankana á einni helgi. Þið getið sett neyðarlög til að bjarga okkur borgurum þessa lands. Það erum við borgararnir sem munum bera hitan og þungan af öllu því sem að Alþingi gerir og eða gerir alls ekki.
Núna verður alþingi að gera eitthvað til að bjarga okkur, þið alþingismenn eruð þjónar okkar, eigið að gæta hagsmuna okkar. Ekki nokkurra einstaklinga sem eru rétt feðraðir, eða eiga nóg af peningum til að fjármagna kosningabaráttu ykkar eða eiga inni pólitíska greiða.
Flestum okkar er sama um kvóta og önnur slík smáatriði ef að við endum í skuldafeni sem við getum aldrei borgað okkur útúr. Við þurfum lausn núna strax.
Endilega áframsendið þennan póst til allra þeirra sem þið teljið að þetta eigi erindi til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)