Það er mikið að einhver skammist sín...

Mér finnst komin tími að einhver sýni sóma sinn í þessu sukki hérna á þessu Landi.  Það er ótrúlegt hvernig ráðamenn þjóðarinnar eru að haga sér og mönnum finnst ekkert að þessu. 

Mér finnst þó ekkert tilkomu mikið þó þessi maður hætti,hann er og verður ekki hæfur til að vera opinber starfsmaður meir. Fortíð hans er þannig í gegnum tíðina.


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er rosalegt!!!! Ég vil að við gerum uppreisn hér á landi..


Yfirmaður áhættustýringar Kaupþings tapaði 2 milljörðum (mest tekið á láni) og allar skuldir hreinsaðar vi ðhann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili. Allar skuldir hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum okkar. Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka!!! Fyrir mér er þetta stríðsyfirlýsing við okkur venjulegu borgarana í þessu landi sem erum flest með lán í þessum bönkum. Ef skuldir og sukk þessara óreiðumanna eru sópaðar útaf borðinu þá vil ég að það sama gangi yfir alla!!!!!! tugþúsundir töpuðu stórum hluta af sparnaði sínum, tugþúsundir venjulegra hluthafa í bönkunum töpuðu öllu sínu.... ég gæti haldið endalaust áfram... ég hef aldrei reiðst eins mikið á ævi minni og þegar ég heyrði þetta.

þetta er hámark spilingarinnar og hvet ég ykkur til að hafa samband við sem flesta og beina reiði ykkar að þingmönnum okkar. Þetta endar með ofbeldi annars.



Ef þetta er satt sem flígur á netinu um...

Lán til starfsmanna, og það þurrkað út fyrir yfirtöku ríkisins.  Þá mæli ég með því að það verði uppreisn hér á landi.  Það er búið að stela lífeyrir hjá fullt af fólki,og fólk situr eftir atvinnulaust og tekjur fólks hafa rýrnað um 40%, svo koma svona fréttir.  ég hélt að Landsbankinn væri skástur af ollum þessum bönkum, en í raun var hann verstur.  Kaupþing er merkt af spillingu frá A til Ö.  Þeir hafa farið mjög hart gegn venjulegu launafólki alla tíð.  Ef þetta er satt og það verður að koma uppá yfirborðið strax.  Þá verðum við fólk hér í þessu landi gera uppreisn.  Við verðum að beita hreinlega valdi og henda þessum mönnum út úr bönkunum og stofnunum sem áttu að hafa eftirlit með gjörðum fjármálastofnana.  Einnig verðum við að skipta um fólk í forustu allra flokka það er engin undantekning á því.


mbl.is Engar niðurfellingar hjá Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þá er fyrsta leitinn komin.

Þetta eru þeir tímar sem menn týnast,og oft vegna þess að menn eru ylla útbúnir. En það er sem betur fer ekki í þessu tilfelli.  Ég vil mynna fólk á að þessar björgunarsveitir eru að vinna þetta í sjálfboða vinnu og eru nú um þessar mundir að selja björgunarkallinn, ég skora alla að kaupa hann til að styrkja þessu þörfu samtök.
mbl.is Rjúpnaskyttan fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli að vanti ekki.............

Ætli að það vanti captain á þetta skip.  Það væri ekki slæmt að komast einn túr á svona skipi.  Ég myndi bjóða öllum nema einum í turninum niður á svæði hjá okkur með.  Einn væri ekki hæfur enda var vináttu böndum slitið í síðustu viku.  Því miður Guðni minn, svona er þetta.
mbl.is Snekkja Saddams til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja Tæft var það..

Við máttum þakka fyrir að ná stigunum.  Þetta Hull lið er ótrúlegt,skemmtilegur baráttuandi og bara fínt lið.  Gömlu slorkarlarnir í HULL
mbl.is Ferguson svekktur yfir of naumum sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er rosalegt að vera með eld um borð í skipi.

Það er eitt af því versti eldur sem hægt er að glíma við.  Það er líka ógeðleg tilfinning að vera um borð í skipi sem eldur er laus í. 

 


mbl.is Þrálátur eldur í Vestra BA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski að Geir hafi ekki skilið

Það er líka spurning hvort Geir hafi skilið Mr. Brown.  Þetta er orðin svo mikill farsi, lygi á lygi ofan.  Allir að reyna að klóra yfir eigin skýt.  Sama hver það er hérlendis sem erlendis.

En hvar er Bjarni Ármannsson og tengdamóðir hans.  Það heyrist lítið í henni, kona sem var með kjaftinn út á öxl þegar eithvað kom uppá hjá auðmönnum landsins.

 


mbl.is Ræddu lítið um IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi gengur henni vel í aðgerðinni og nái sér að fullu,en...

Ég get ekki skilið fréttina öðru vísi en að stjórnin sé að springa.  Enda væri það ekki óeðlilegt eftir þessar misheppnuðu gjörðir sem hafa verið gerðar.

Þegar ég kaus til alþingiskosninga síðast, var ég ekki að heimila ráðamönnum að taka börnin mín og barnabörnin og veðsetja þau í mörg ár fram í tíman.  Það hefði verið óábyrgt af mér.  Ég hef hvergi séð þá heimild að Forsætisráðherra hafi haft heimildir til þess.  Ég spyr hvernig er hægt að ætlast til að við einstaklingar greiðum skuldir okkar, ef einkafyrirtæki þurfa þess ekki.  Er það sanngjarnt?  Er ekki málið að núll stilla allt fjármálkerfi Íslands?  er hægt að ætlast til þess að fólk missi atvinnu sína í hrönnum og missi þar af leiðandi þá getu að séð sér farborða, á þetta fólk að fara greiða skuldir fyrir bankakerfið sem er búið að vera í einkaeigu, og verða samt sem áður á klafa vanskila og verður ónýtt í kerfinu í mörg ár á eftir, vegna þess að fólk verður á vanskilaskrá. Við heyrum að nú séu einhver 35.000 manns á þessari skrá, hvernig haldið þið að hún lýti út eftir 6 mán?

Hvernig stendur á því að Birna bankastjóri í Glitni fær að halda starfi sínu, manneskja sem ekki fylgist með því hvort 180.000.000 fari úr sjóðum sjálf síns, eða ekki.  þÓ VAR HÚN BÚIN AÐ GERA SKATTASKÝRSLU.  ER ÞAÐ EKKI EITTHVAÐ SEM SKATTAYFIRVÖLD EIGA AÐ SKOÐA.

 Eru ráðamenn svo vitlausir að halda að fólk sjái ekki í gegnum þetta??  Þvílíkt bull.

Þegar ég fer í banka og fæ lán. þá er ég ekki að ætlast til að einhverjir aðrir greiði skuldir mínar.  En þessar gjörðir eru þannig að þetta er óskiljanlegt að öllu leiti.  Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera skapa þetta umhverfi fyrir fjármálakerfið og í dag þökk sé þeim, við skulum muna að bankarnir vildu líka taka Íbúðaplanasjóð.  Ég bloggaði um þetta einhverntíman þegar bankarnir voru að keyra upp fasteignaverð með rugl lánum. 

Ég vil að stjórnin hverfi og við fólkið fáum að kjósa einstaklinga inná þing og fækkum þingmanna um 50%.   Ég get ekki séð að einn einasti þingmaður sé hæfur til að vera áfram inná þingi.


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

>Kreppa Kreppa

> Smá dæmisaga vegna hinnar svokölluðu 'kreppu'

> Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem óvænt varð á

> vegi hennar' eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda

> henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom

> fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það

> var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn

> að því að hann fengi áframhaldandi styrk.

>

> En allt er breytingum undirorpið í henni veröld og ýmislegt getur

> vissulega haft áhrif á afkomu Frónbúans og getu hans til að láta gott af

> sér leiða.

> Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum

> frá gangi mála hér á landi, þ.e. kreppunni og öllu því. Og það gæti því

> miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins

> breytta ástands hérna megin. Það eru nefnilega tiltölulega litlar líkur

> á því að fréttir af Íslenska skipbrotinu hafi borist alla leið til hans

> þarna í Entebbe. Og svo er alls ekki víst að hann skilji alvöru málsins

> á sama hátt og við hér heima. En ef reynt væri að útskýra hið Íslenska

> kreppuástand fyrir honum sem virðist ætla að fara langt með að sliga

> þjóðina einhver þó nokkur ár inn í framtíðina, gæti það samtal orðið á

> eftirfarandi nótum.

>

>

>

> *Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!

>

> Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og

> maís?

>

> *Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.

>

> Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þiðþá ekki þak

> yfir höfuðið lengur!

>

> *Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir

> heimilislausir á Íslandi.

>

> En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og

> heilbrigðiskerfið lamað?

>

> *Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með

> ágætt heilbrigðiskerfi.

>

> Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá

> kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá

> ekki konur.

>

> *Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með

> háskólagráður og konur ekki síður en karlar.

>

> Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við

> nágrannaþjóðir ykkar.

>

> *Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð.

> En við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu

> honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að

> fara í stríð.

>

> Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.

>

> *Við eigum reyndar besta vatn í heimi.

>

> Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og

> stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru

> alltaf yfirfullir.

>

> Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?

>

> *Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að

> vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru

> á nýlegum bílum.

>

> Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú

> sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.

>

> *Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum

> eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri

> flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.

>

> Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú

> líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að

> betla?

>

> *Neiiij...! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana

> aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.

>

> Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi,

> menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru

> góðar.

>

> Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband