Fimmtudagur, 30. október 2008
Óábyrgt tal á Bylgjunni......
Mér brá rosalega í morgun þegar ég var að hlusta á morgunútvarp Bylgjunnar. Þar kom fram frétt þess efnis að fyrirtækið mitt væri að flytja úr landi. Þegar ég kom í vinnuna voru allir samstarfs fólk mitt daufir og bara ráðvilltir. Við höfðum ekki heyrt neitt annað en að allt gengi vel ,nema að innflutningur hefur dregist saman. Samskip stendur mjög vel og rekstur þess hefur verið góður,og fyrirtækið rekið af skynsemi og áræðni, og án þess að þurfa upp fólki.
Síðan kemur fréttamaður sem greinilega ekki kunnað að þíða úr Ensku, yfir á Hollensku ,eða Íslendingurinn ekki skilið ensku og þessu er hennt í útsendingu. Ég er ekki að skilja hverskonar fréttaflutningur þetta er. Hefði ekki verið nær að fréttamenn kanni hvað sé í gangi hjá fyrirtækjum áður en menn henda svona fréttum út í loftið. Er ekki nógu svart lífið hjá fólki hér á landi að þurfi að vera að búa til fréttir. Svona fréttir snerta ekki bara starfsfólk, þetta snertir líka alla þá viðskiptavini félagsins sem fóru að hringja stöðugt og vildu vita hvað væri í gangi.
ÉG SKORA Á FRÉTTAMENN AÐ FARA NÚ AÐEINS AÐ HÆGJA Á ÞESSARI BÖLSÝNIS FRÉTTUM OG REYNA AÐ PEPPA FÓLK UPP HELDUR EN AÐ VERA MEÐ RANGAN FRÉTTA FLUTNING.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Svartur dagur á Akranesi..
Það er rosalegt að svona skuli fara. Ég veit ekki hvað hægt er að gera þarna, það er að fækka rosalega atvinnutækifærum á Skaganum.
Útgerð er er í mýflugu mynd á þessum stað þar sem eitt virtasta fyrirtæki landsins var starfrægt, í dag er mynningin ein húsin standa rauð og falleg en nánast tóm. Mest allur kvóti farinn,og þeir sem eftir eru eru að gefast upp og eða hætta. Það eru fáar lausnir sem koma frá bæjarstjórn og verkalýðsfélagi sem áttu jú þátt í því að flæma HB Granda úr bænum. Það hefði verið fínt að hafa allt á fullu þarna upprá í dag. Það myndi þó skapa 80-90 manns atvinnu.
Ástandið hlýtur að vera mjög ikið áhyggjuefni fyrir ráðamenn þarna uppfrá,
Á fimmta tug sagt upp á Akranesi í vikunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Til hamingju srtákar með þessa síðu.
Mótmæli vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Þarna er þeim rétt lýst..
Færeyingar vilja lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 27. október 2008
Mjög gott viðtal í Kompási. Sem styrkir mig í trúnni um................
Mér fannst Björgólfur vera sannfærandi í þessu viðtali,og styrkir mig í þeirri trú hversu vanmáttugir þessir stjórnendur Seðlabanka og ríkisstjórnar eru. Mér finnst komin tími til að Seðlabankastjórar og stjórn hans víki,og einnig Geir H Haarde og stjórn hans. Ef þó ekki meira sé sagt. Ef Björgólfur væri bara að segja nema helminginn satt, þá eiga þessir menn að segja af sér eins og skot.
Fáum Björgólf til að stjórna landinu í 2 ár, við getum borgað honum um 2.500.000 kr á mánuði og hann myndi klára dæmið og redda þjóðinni út úr þessari klípu. Allavega virðist hann njóta trausts erlendis það er meira en ráðamenn okkar hafa.
Björgólf við stjórnvölin.
Björgólfur segist standa við ummæli sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 26. október 2008
Við eigum ekki að fá þá.
Ég skal ekki trúa því að við samþykkjum það af Nato að Bretar komi til að gæta lofthelgi okkar. það væri hneisa,og aumingjalegt af ríkisstjórn okkar að samþykkja það.
Annars væri það eftir öllu öðru.
Móðgun ef Bretarnir koma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 26. október 2008
Hugleiðingar um nokkrar staðreyndir....
Nú er mikið af fólki að missa vinnunna sína og þar af leiðandi koma ekki tekjur inn til að greiða reikninga og fólk getur ekki séð sér farborða.
Hér eru nokkrar staðreyndir sem blasa við fólki.
- Fólk getur ekki greitt reikningana sína.
- Vanskil fara að koma,og tilheyrandi vextir og kostnaður.
- Fólk fer að reyna að semja um skuldir sínar.
- Það fer í bankann sinn og biður um fyrirgreiðslu.
- Bankinn segir það sé ekki hægt,þar sem vanskil eru svo mikil.
- Fólk fer á vanskilaskrá.
- Bankinn skoðar vanskilaskránna,og hafnar öllum lánaveitingum og lokar á viðskipti.
- Fólk fer í endanlegt þrot.
En skoðum þetta aðeins betur. Við erum komnir með banka sem allir eru gjaldþrota. Við (Við erum ríkið) tökum yfir bankanna og dælum inn í þá ómældu fé, til að greiða skuldir þeirra (Bankanna).
Síðan kemur pylsan í rúsínunni.
Það er ráðnir nýjir bankastjórar til bankanna, og hvaðan eru þeir teknir???
- Það er sama fólk og var að stýra sömu bönkum sem fóru á þetta fjárfestingar fillerý.
- Það er þetta sama fólk og setti gömlu bankanna í gjaldþrot.
- Það er það sama fólk og hvatti fólk til að taka erlend lán og hvöttu alla landsmenn að veðsetja eignir sínar í botn.
- Það er það sama fólk og lánaði þessum einstaklingum sem fóru að gambla með almennafé.
- Það sama fólk sem tæmdu allt sparifé landsmanna út úr bönkunum.
- Og það sem meira er að þetta sama fólk ætlar að taka á móti fólki og horfa í augu þeirra og segja að það geti ekki verið í viðskiptum við bankann vegna þess að það sé gjaldþrota.
- Sama banka sem var gjaldþrota vegna ákvarðanna þessara sömu stjórnenda.
- Þessir stjórnendur fá fyrir það 1.700.000 kr til að byrja aftur á sama pakkanum,og byrja á að níðast á saklausu fólki.
- Síðan byggjast bankarnir upp aftur að nýju og aftur er þetta sama fólk byrjað að gambla með féð og síðan koll af kolli.
Er ekki eitthvað að í þessu kerfi okkar? Var ekki hægt að skipta út þessu fólki og reynt að fá ó tengt lið til að stjórna þessum bönkum? Þurfum við á þessu að halda svona? Eru allir þeir sem ekki voru í þessum stöðum svo vitlaust og heimst, að engin hæfur einstaklingur var til staðar til að byggja upp bankakerfið okkar.
Eða eru Íslendingar bara vitlausir yfir höfuð, fyrir utan þessa fáu einstaklinga sem í bönkunum eru.
Og annað eigum við að vera að greiða gjaldþrota bönkum skuldir okkar. Eigum við ekki öll að lýsa okkur gjaldþrota og biðja biskupinn að endurskýra okkur aftur að nýju.
þá myndi ég heita Nýi Einar. he he he he
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 25. október 2008
Mér finnst Björgólfur hafa yfirsýn yfir málin..
Mér finnst þessi maður meira traust verður en allir stjórnmála menn okkar. Þetta er maður sem er að koma úr atvinnulífinu og veit hvað hann er að segja. Davíð Oddsson hefur haldið þjóðinni í herkví í mjög ár. Það hafa allir trúað Davíð og haldið hann einhvern snilling,en málið er það að hann hefur aldrei starfað annarstaðar en í stjórnsýslunni. Hann veit ekki hugmynd um þarfir íbúa og fyrirtækja vegna þess að hann hefur aldrei verið í takt við það. Hann er verndaður af einhverjum þröngum hópi manna sem hann hefur hreðjar tak á.
Björgólfur er maður sem er búin að vera í atvinnulífinu og hefur mátt þola pólitískan mótbyr alla tíð. Samt sem hefur hann látið mikið fé rakna til góðgerðarmál í hundruðum milljóna vís. Auðvitað veit ég það að hann hefur hagnast mikið, en honum bar engin skylda til að gera allt það sem hann hefur gert fyrir hin ýmsu félagasamtök og stofnanir.
Að mínu mati er Björgólfur og Jóhannes í Bónus mikilmenni sem ég vona að hverfi ekki út úr atvinnulífinu,vegna þeirra kosta sem þessir menn af öðrum ólöstuðum bera höfuð og herðar yfir alla.
Ekki hafa þessir stjórnmála menn sem eru kjörnir af þjóðinni sýnt í eitt einasta skipti að þeir séu að hafa hag íbúa þessa lands að leiðarljósi að Jóhönnu Sigurðardóttur undanskilinni, við þurfum ekki annað að sjá bruðlið í menntamálaráðherrans í Kína ævintýrum sínum.
Ekki hefur Forsetinn látið sitt eftir liggja í bruðlinu heldur. En hann var einn mesti bruðlari sem Ísland hefur alið,og hefur skaðað þjóðina einna mest í sinni ráðherra tíð.
Ég held að margir stjórnmála og embættismenn ættu að sjá sóma sinn í því að fara frá völdum strax og skammast sín.
Ekki dettur þeim að eiða eftirlaunafrumvarpi sínu á sama tíma og fullt af fólki er að missa atvinnu sína og margir hafa ekki nóg fyrir skuldum sínum.
Krónan stærsta vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Það er ekkert að ské... Geir er ráðalaus
Ég er hættur að skilja hvað menn eru að gera þarna niður í ráðuneyti. Það eru öll fyrirtæki að stoppa, fólk er að missa vinnunna. Fólk er er ekki að eiga fyrir reikningum. Og bankarnir eru lokaðir. Meira að segja er Pétur Blöndal orðin smeykur og er farin að ía að ráðaleysi.
Norska nefndin vildi setja sig inn í stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Þetta með kýrnar??????????????????????
SÓSÍALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.
KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.
FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.
SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo
allri
mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú
hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein
SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.
BANDARÍSKA FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við
fjórar
kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún
datt niður
dauð.
ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í
gervifyrirtæki
mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði
þannig að
þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til
viðbótar.
Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en
leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7
kúnum.
Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til
viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum
stjórnmálamanni og
átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í
hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess
að þú
vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða
tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju,
"Kúmann", sem nær miklum vinsældum um allan heim.
ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í
mánuði og
mjólka sig sjálfar.
ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.
RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.
SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.
KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í
lágmarki og
blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá
stöðunni eins
og hún er í raun og veru.
INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.
BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki
ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...
ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.
NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)