Loksins komið vor............

Það er komin vor hugur í mann.  Veðrið í dag er búið að vera yndislegt hreint út sagt.  Ég fór niður í bæ og fékk mér göngu túr, það var rosalega gaman að upplifa menninguna í bænum.  Allir brosandi og kátir og mannfjöldi á rölti í bænum. 

Maður skellti sér á bryggjuna eins og gömlum sjóara sæmir og það var ekki laust við það að manni langaði á skak eða eitthvað.  Þar sá ég skip vinar míns frá Akureyri honum Ara Jónssyni sem á og rekur flutningaskipið Axel.  Hann er komin aftur af stað eftir að vera búin að gera við það eftir strandið.  Það er mjög ánægjulegt að fylgjast með þeim góða dreng enda eigum við margt sameiginlegt.  Báðir erum við áhugamenn um strandsiglingar og báðir erum við með þennan neista sem þarf í svona bissness.  " frábær náungi".   Mjög fallegur dagur verst að maður klikkaði á myndavélinni einu sinni enn. 

Á morgun ætla ég að taka mig til og dusta rykið af golf græjunum og fara að slá aðeins í Básum, áður en ég fer að vinna í pappírum.  Við erum með nokkur mál sem við verðum að klára á morgun.

'i gærkvöldi fórum við á ársháhátíð hjá Bridge klúbbnum í Gullhömrum, það var rosalega gaman, mikið um að vera þar.  Mörg ný tækifæri framundan og já bara spennandi tímar frammundan.   


Akranes ......Nafli Alheimsins......

Ég skellti mér á Skagan í morgun.  Það var skemmtilegt og gaman að hitta þar nokkra góða Skagamenn.  Ég fór að skoða hrognavinnslu H.B.Granda, það er gaman að sjá breytingarnar á græjunum síðan maður var á Loðnu síðast ekkert smá miklar breytingar og tækni.  Ég sannfærðist um að Akranes er nafli alheimsins.  HE HE HE .....

Rosalega skemmtilegur þáttur á rás 2. Íslenskar Goðsagnir.

Ég hlustaði á útvarpsþátt hjá tengdasyni mínum á Rás 2  Íslenskar Goðsagnir um Hauk Mortens.  Þetta er einn skemmtilegasti þáttur um hljómlistarmann sem ég hef hlustað á.  Björn er mjög  skemmtilegur útvarpsmaður og setur á ótrúlega  skemmtilegan hátt saman lagaval og umfjöllun um viðkomandi.  Ég var rosalega montinn þegar ég var að hlusta og get ekki beðið eftir næstu þáttum sem eru um Vilhjálm Vilhjálmsson og fl.

Takk fyrir Bjössi minn og til hamingju með frábæran þátt.


Hugrenningar dagsins.....................

Ég er búin að hugsa eftir að ég er búin að vera fletta mogganum í dag,og eftir að hafa verið með barnabörnin í dag.  Þannig er að ég fór í Húsdýragarðinn í Laugardal sem er frábær og gaman að koma þangað.

Ég fór að hugsa um þetta unga fólk sem er að byrja sinn búskap.  Það hlýtur að vera mjög erfitt hjá mörgum heimilum um þessar mundir.  Fólk er að greiða af lánum sem eru með háa vexti og eru sífellt að hækka.  Síðan er fólk eftir langa og stranga vinnuviku að styrkja fjölskylduböndin og vera að gera eitthvað með börnum sínum,þa þarf það að greiða fyrir að labba inn í húsdýragarðinn.  Auðvitað þarf rekstrarfé, til að halda þessum garði gangandi.  En hvað er það þó Reykjavíkurborg og nágrannasveitafélög haldi úti einum fjölskyldugarði.  Öðru eins er nú bruðlað.  Við erum til dæmis með 3. Borgarstjóra á launum og fullt af embættismönnum og öðru bulli.  Það á bara að vera frítt í þessa afþreyingu,sund, og líka í strætó og slíka þjónustu.  Það á að létta undir hjá fólki og sérstaklega í svona málum sem eru eingöngu að þjappa saman fjölskyldum og gefa þeim færi á að skreppa saman og njóta stundarinnar saman.


Færeyjar, af hverju gerum við ekki eins og þeir??

Ég hef verið að hugsa um af hverju við Íslendingar,stöndum ekki á bak við frændur okkar í Færeyjum.  Þeir eru búnir að lenda í mjög miklum náttúruhamförum út af veðri og sjógangi.  Skálavík er næstum í rúst, sem er ótrúlegt miðað við landfræðilega stöðu.  En þarna er höfnin og næsta nágrenni bara horfið.  Sjóvarnagarðar komnir inní höfnina og fleiri skemmdir.  Svona er á fleiri stöðum í Færeyjum.  Þegar við Íslendingar höfum lent í hamförum,hafa Færeyingar alltaf komið og látið fé eða búnað af hendi rakna til okkar.  Nú þegar þeir lenda í svona miklum hamförum,þá erum við ekki að endurgjalda þá reisn og samhug og þeir hafa sýnt okkur í gegnum tíðina.  Það er mín ósk að við sýnum þeim smá viðleitni og virðingu að efna til söfnunar til að hjálpa þeim.  Ég heyrði í útvarpinu um daginn að einhverjir menn á Akureyri hafi farið af stað með söfnun en ég hef ekki frétt neitt af því meira.  Ég held að það hafi verið stofnaður reikningur hjá Glitnis útibúinu á Akureyri.  Þen það þarf ekki bara peninga.  Það má líka senda hlýhug ,vinsemd og virðingu í orði og verki.  Tökum okkur saman og leggjum þessum góðu mönnum lið á Akureyri.

Ætli þeir hafi verið með brauð handa öndunum!!!!!!!!!!!!!!

Hvað eru menn að gera með að vera taka frammúr á þessu svæði.
mbl.is Bíll í Reykjavíkurtjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað svo.....

Er þetta ekki að sýna okkur að það er verið að versla með pappír í stað peninga, pappír sem ekkert er á bakvið.  Og allt byrjaði þetta með því að það var heimilt að veðsetja syndandi fisk í sjónum, og síðar með því að fasteignarverð var kjaftað upp úr öllu valdi án nokkurs virðisauka.  Byggingarkostnaður hefur ekkert hækkað.  Það sem hefur skeð er að bankar og fjárfestar hafa rakað að sér helling af fjármunum og komið þeim úr landi með fjárfestinum á einhverjum bréfum og og öðrum glæfralegum fjárfestingum.   Svo þegar allt er að fara í þrot er fólkið almúginn píndur og hann keyrður í þrot vegna hás fasteignaverð og okur vaxta.  Síðan á Ríkið að koma að málum og bjarga þessum sömu mönnum sem fengu bankanna gefins frá okkur vinnandi lýðnum, og svo fáum við ekki hærri laun í samræmi við hækkandi vexti og matarverðs.  Þetta er Ísland í dag. 
mbl.is Viðskiptahallinn 200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slokknaði ekki þorstinn.........................

Hann var bara þyrstur kall greyið.  Vonandi hefur slokknað þorstinn.
mbl.is Sekt fyrir að keyra ölvaður á brunahana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að reyna að ná henni heim!!!!!!!!!!!

Þetta eru mikil menningarverðmæti.  Það er nauðsynlegt að ná þessari vél hingað heim.  Þetta er algjört antik.
mbl.is Fyrsta þota Íslendinga í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slöpp stjórnsýsla..................

Þarna kemur fram hversu menn eru slappir, og huglausir.  Loðnuskipstjórar sem eru búnir að vera á miðunum og þekkja hegðun og magn,miklu frekar en Hafró sem ekki er neitt á rannsaka.

Nú er maður komin með það á tilfinninguna að þetta stopp´sé ákveðið til að reyna að fá meira fjármagn til stofnunarinnar.  Skipstjórar voru að kalla í Bjarna Sæmundsson og biðja hann að koma og skoða torfur og segja frá torfur en þeir vildu ekki skoða þetta,og hvað kemur í ljós "nóg af Loðnu".  Þetta endurspeglar að þessi stofnun er algerlega ónýt,og þeim mönnum sem að henni standa til vansa.

En það er gott að veiðar eru komnar af stað aftur.


mbl.is Einar: „Mjög ánægjulegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband