Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Enn meira um gjörðir Sturlu.............
Ég hef bloggað um þetta mál áður. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum sem er að koma í ljós. Þessi útgerð er búin að sniðganga hafnargjöld um ára bil og hafa fulltrúar í hafnarnefnd beðið um að fá að sjá sundurliðaða reikninga og fleiri gögn um þetta mál en ekki fengið. Það er margt gruggugt í samskiptum Sturlu Böðvarssonar og framkvæmdarstjóra Sæferða. Og þeir menn sem vildu að fá að skoða pappíra, voru hreinlega flæmdir í burt úr stjórnum og hreinlega úr sveitafélaginu.
Það eru búnar að koma nokkrar kennitölur og oft hafa staðið út af borðinu nokkrar skuldir, þar á meðal hafnagjöld og opinber gjöld bæði til ríkis og sveitafélags.
Þessi gjörð milli þeirra félaga fór mjög leynt og eins og kemur fram í fréttum hefur útgerðarmaðurinn ekki greitt það sem honum ber enda er "feyk" í sölusamningi og þetta er bara hluti af því sem hann fékk fyrir skipið. Þannig að bætist enn á "glæstan" feril Sturlu.
Svo tók Kristján Möller við og steinþegir og þorir ekki að taka á einu einasta máli sem hann (Sturla) gerði í sig með.
![]() |
Segir ríkið hafa hagnast verulega á sölu Baldurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Vonum það besta............
Vonandi finna þeir eitthvað til að mæla. Það er svo mikilvægt á þessum tímum, og svo mikið undir, að það veiðist eitthvað á þessari vertíð.
Ég get verið því samála að við eigum ekki að vera að taka stóra sjensa uppá að útrýma ekki stofninum,og við verðum að hugsa um heildina,eins og þorskinn og fl, en við megum ekki gleyma hvalnum það verðum þá að fækka þeim allavega við erum að tala um að þeir eru að éta eina milljón tonn á ári.
Það eru fyrirtæki sem eru búin að fjárfesta mikið í þeirri von um að þetta aflaverðmæti komist inní reksturinn hjá þeim. Sumir eru að láta byggja skip og aðrir eru búnir að byggja frystigeymslur og fleira í þeim dúr.
Svo eru bankarnir búnir að loka fyrir útlán til útgerða og peningamarkaður á niðurleið. Íslendingar hafa ekki efni á að stoppa núna að mínu mati,allavega verða menn að vera snöggir að grípa til mikilla mótvægisaðgerða svo sem byggingu á álveri í Helguvík lagningu Sundabrautar og fl þetta verður að fara í gang tafarlaust.
![]() |
Haldið í loðnuleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Ef ykkur vantar aðstoð.
ATOZ SF. alhliða viðskiptaráðgjöf
Veitum einstaklingum og fyrirtækjum alhliða ráðgjöf, þjónustu og lausnir á sviði viðskipta og fjármála.
Aðstoðum m.a. við:
Skattframtöl - og önnur samskipti við skattyfirvöld jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki
Fjármálaráðgjöf - m.a. ráðgjöf í fjárfestingum
Samningagerð - trúlega ein vanmetnasta en jafnframt mikilvægasta þjónusta sem Atoz veitir
Stjórnsýsluaðstoð - það er ekki á færi allra að eiga við kerfið.
Stofnun fyrirtækja - ehf./sf. o.fl.
Bókhaldsþjónusta - vsk.uppgjör, launagreiðslur o.fl.
Rekstrarráðgjöf - hvað má betur fara í rekstrinum
Umboðsmennska - stundum er einfaldlega betra að láta aðra um hlutina
Greiðsluerfiðleikar - Komdu skipulagi á fjármálin
Samningar við lánadrottna - án trausts er erfitt að semja!
Ekki láta vandamálin draga þig niður - nýttu þér þjónustu sérfræðinga.
Hafðu samband í síma 771 45 45 eða atoz@atoz.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Þetta er ákvörðum um ekki neitt..............
![]() |
Ákvörðun síðar um borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. febrúar 2008
Valda-sjúkir embættismenn.............
![]() |
Krefst afsökunarbeiðni vegna Axels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Þetta er fáranleg tillaga.
Þessi tillaga er fáránleg. Mennirnir hafa ekki tekið tillit til upplýsinga skipstjóra á svæðinu. Menn eru löngu búnir að ákveða þetta án mælinga enda eru hafrannsóknarskipin bundin meira við bryggju en úti á sjó. Er ekki komin tími til að gera stjórnsýslu úttekt á stofnunni. Þetta er fáranleg tillaga.
![]() |
Leggja til loðnuveiðistöðvun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Heir Heir Einar Guðfinnsson
![]() |
Fara lengra út við loðnuleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Fyrri hlutin búinn.........
Við kláruðum fyrrihluta námskeiðsins í dag, og byrjum á morgun á nýjum hluta. Þá verður farið í ferðaleigu og fl. Þegar við komum uppá hótel skiptum við um herbergi einu sinni enn. Þetta er þriðja herbergið sem ég er komin í maður er orðin seigur í að pakka he he he. En í kvöld ætlum við að fara niður að á og rölta þar í kring og fá okkur loft í lungun. Það er gaman að vera með manni sem þekkir svona vel svæðið. Maður er búin að sjá margt nýtt hér í London. Við erum að fara að skoða hvað við gerum um helgina og solleiðis. Bara gaman af því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Hvernig á að treysta þessum meirihluta...........
![]() |
Undir Vilhjálmi komið hver verður næsti borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
London er málið...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)