Hvað ætli mönnum gangi til????

Ég var að velta fyrir mér hvað ætli mönnum gangi til með svona háttarlagi.  Ég get ekki skilið þetta, þó svo að ég fari yfir löglegan hraða þá skil ég ekki svona keyrslu 166 km/klst.  Halda menn að þeir séu eitthvað fljótari eða hvað.  Bíll sem ekur á þessum hraða er svo laus við veginn að það er stór hætta að hann hreinlega fljóti á veginum og ekki sýst nú eftir alla þessa þungaflutninga á vegakerfinu.  Svona menn eiga að vera próflausir áfram ekki spurning.

Ég þurfti að fara til Keflavíkur í morgun að taka á móti skemmtiferðaskipi, sem er ekki frásögu færandi nema það að þegar við vorum á leiðinni suður aftur, kom mótorhjól fram úr mér og ég var á tæplega 100 km/klst. og á örskammri stundu hvarf maðurinn. hann hefur verið á ámóta hraða og þessi maður sem var tekin þarna.  Mér er spurn er einhver hissa á að menn látist á þessum hjólum?  Þegar menn eru að haga sér svona þarf enginn að vera hissa á að svona fari.


mbl.is Tekinn á 166 km hraða á Holtavörðuveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband