Þriðjudagur 28.08.2007

Hæ allir.

Ég er búin að vera lélegur að blogga undanfarið en það lagast kannski.  Ég er að koma mér inn í vinnuna mína, mér líst mjög vel á mig þarna.  og mikið að læra og mikið nýtt fyrir mér.  En´það er bara gaman,  t.d. fórum við í viðskiptaferð í gærkvöldi í dinner í Perlunni.  Það er í fyrsta skipti sem ég borða þar, ég var nú ekkert uppnumin skal ég segja ykkur.  Matarskammtarnir þarna eru rétt til að ýfa upp hungrið, en maturinn var samt rosalega góður en ´samt ég var ekki sáttur hversu litlir skammtarnir voru, við þurftum að borða forrétt,aðalrétt, og desert, og líka að fá okkur hnetur á eftirLoL

Eins og ég var að segja áðan fórum við svo til Keflavíkur í morgun.  Ég verð að segja það að Árni Sigfússon hefur verið stórlega vanmetin hér í Borgini bæði af hans samflokksmönnum og öðrum.  Þessi maður er búin að gera þetta sveitafélag af einu fallegasta sveitafélagi landsins.  Þetta var bær sem var sóðalegur og ylla hirtur að mínu mati, en er í dag bara einn sá flottasti og hreinlegasti bær,  og hvað uppbygging hefur verið gerð snyrtilega og skipulega.  Mér finnst hann Árni Sigfússon verið að vinna stórvirki þarna suðurfrá, og ég held að margir samflokksmenn hans sem boluðu honum úr Borgararmi Sjálfstæðisflokksins megi naga sig í handabökin.   Til hamingju Árni Sigfússon.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband