Eru bankar vinir fólksins............... Hvað er til ráða?

Ég var að fjárfesta í nýju fyrirtæki í Bridgeltd.  Það fyrirtæki er í ferðaþjónustu í Bretlandi.  Ég fór einmitt að hugsa, eru lífeyrissjóðir að ávaxta fé mitt nægilega?  Þeir eru reknir núna með neikvæða ávöxtun, og á sama tíma eru lán sem við erum með að hækka og hækka endalaust.  Ég er t.d. að borga af láni sem var 35 ooo kr fyrir mánaðarmót og næsti greiðsluseðill var uppá 48 800 kr sama lán.  Eftir að ég sá þennan seðil fór ég að spekúlera.

  • Er ég tryggður með að bankarnir ávaxti fé mitt á hæðstu mögulegu ávöxtun.
  • Er ég tryggður fyrir því að lífeyrissjóðurinn minn verði til þegar ég verð 67 ára og mig vantar að lifa á honum.
  • Hvaða tryggingu hef ég á að ríkissjóður verði með bolmagn til að greiða götu eldriborgara þá frekar en nú.
  • Er ekki skynsamlegra að dreifa eggjunum í körfunni varðandi ávöxtun sparifjár.
  • Ég er að kaupa fyrir tiltölulega lítið fé sem er eðlilega áhættufjárfesting, en er hitt það ekki líka.

Ég var að líta til baka, á síðasta ári bara var ég að hlusta á fjármálaráðgjafa úr einum bankanum,sem var að hvetja fólk til að fjárfesta í einu fyrirtæki.  Það er ekki nema eitt ár síðan pælið þið í því.  Þetta var fjármálaráðgjafi í einum bankanum sem er með greiningadeildir og fl. á sínum snærum sem var að hvetja fólk til að kaupa í þessu fyrirtæki.  Þetta fyrirtæki kom svo inn á opna markaðinn, og hvað er staðan í dag þetta fyrirtæki er á mörkunum á að vera afskráð í dag og allt það fólk sem fjárfesti í þessu fyrirtæki er búið að tapa sínu,en hinsvegar þeir sem áttu í þessu félaginu og seldu um leið og það kom inná markaðinn þeir fengu tæplega 19 földun.  Með öðrum orðum þeir sem keyptu fyrir 100 000kr á vaxta skeiðinu fengu 1 milljón og 800 000 kr.  Hvaða banki getur boðið svona ávöxtun eða myndi bjóða svona ávöxtum mér er spurn.

Þess vegna er ég að kaupa í BridgeLTD. og ætla að halda því áfram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband