Ráðherra á að fara eftir því hvað er best fyrir alla aðla.

Það á ekki að eftir duttlungum einkavina, það á að gæta hagsmuna allra.  Það má ekki gleyma því að skattborgarar þessa lands eru að °greiða pakkann. 

Mér finnst svo hland vitlaust að fara út í þessa Bakkafjöru.  Er ekki skynsamlegra að byggja upp höfnina í Þorlákshöfn??  Á ekki að fá bara stærra og betra skip?  Þar sem þetta útboð er komið í vitleysu á að bakka út úr pakkanum.  Ég vil ekki sjá annað Grímseyjar ævintýri.  Það er búið að hafna tilboðum og önnur tilboð stóðust ekki kröfur útboðslýsingar svo að við skulum hætta bara við þetta.  Því í næsta Kötlugosi og ef hlaupið kemur að Vestanverðu þá er bara klár vegur út í Eyjar. 


mbl.is Segja ráðgjafa ráðleggja ráðherra að hafna tilboði Eyjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á að bakka úr úr þessu Bakkafjörumáli að fulllu. Margir sem hafa þekkingu á siglingum og aðstæðum á þessu svæði við Bakka segja vonlaust að hefja framkvæmdir þarna.

Það e ina sem vit er í er að gera endurbætur á Þorlákshöfn þannig að þangað sé fært stórum hafskipum (auk nýrrar Vestmannaeyjaferju sem er bæði stærri og hraðskreiðari. Samgönguráðherra er verið að leiða í ógöngur með áframhaldandi vinnslu á Bakkafjörumálinu.

En málið er miklu heitara og pólitískara en margir vita. Stjórnendur Faxaflóahafna eru líklega ekki mjög hrifnir af því að fá endurbætta Þorlákshöfn því það þýðir að þangað myndu mörg skemmtiferðaskip leggja leið sína í staðinn fyrir að sigla áfram til Reykjavíkur og spara þannig 6-8 tíma siglingu  fyrir Reykjanesið. - Hugsanlegt er að fyrrv. samgönguráðherra sem var þingmaður Vesturlands hafi orðið fyrir þrýstingi um að halda uppi merki Bakkafjöru en ekki Þorlákshafnar! Síðan erfir núverandi samg.ráherra þetta póliitíska bitbein. - Hvað er þá málið með að hætta við Bakkafjöru?

Geir R. Andersen (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband