Mánudagur, 22. september 2008
Jón eða séra Jón. Hvor er skárri??
Það er öllum ljóst að ég er mikill áhugamaður um Strandferða siglingar. Og ég reyni að fylgjast með öllum umræðum sem um þær eru. Það er vegna þess að mér finnst það alls ekki fullreynt og mér finnst mikið áhugaleysi hjá STÓRU- skipafélögunum og öðrum ráðamönnum hér á landi. En þegar við vorum að starta Jaxlinum á sínum tíma var það eina veganesti sem við fengum frá mönnum bæði opinberum sem mönnum úr viðskiptalífinu og þá helst bílstjórum og umboðsmönnum bifreiða stöðva úti á landi sem og hér sunnanlands. Þeir einu sem studdu við bakið á okkur voru einstaklingar sem bjuggu úti á landi. Þeir sem vildu koma til okkar í viðskipi,þeim var hreinlega hótað,að ef og þegar þessi útgerð færi á hausinn þá myndu flutningsgjöld sem menn væru með stórhækka. Það er ástæða þess að menn vildu ekki nota skipið sem skyldi. Ég veit það fyrir víst og hef oft fengið að heyra það eftir að skipið hætti að hvað þetta var góð þjónusta og rosalegt að ekki hafi verið hægt að halda þessu áfram.
Þegar ég skoðaði BB í morgun brá mér svolítið, ég man ekki eftir því að stuðningur hafi komið frá sveitastjórnum af landsbyggðinni. En þetta var í BB.
22. sep. 2008 08:28
Fagna endurkomu sjóflutninga
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með að sjóflutningar hafi aftur verið teknir upp frá Ísafjarðarhöfn eftir nokkurt hlé. Fram hefur komið að Eimskip hafa ákveðið að halda uppi reglulegum siglingum til Ísafjarðar næstu þrjá mánuði til reynslu. Bæjarstjórn leggur áherslu á, að sjóflutningar haldi áfram, þar sem sýnt hefur verið framá þjóðhagslega hagkvæmni þeirra, auk þess sem mikill ávinningur er af því, að minnka flutninga um þjóðvegi landsins vegna öryggis í umferðinni og slits á þjóðvegum. Einnig munu sjóflutningar styrkja hafnarsjóð, sem veitt getur betri þjónustu fyrir vikið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir skýrslu nefndar sem viðskiptaráðherra skipaði um flutningsjöfnun, olíuverðsjöfnun og sjóflutninga, sem skilaði áliti sínu fyrr í þessum mánuði. Þar er lagt til að teknir verði upp flutningsjöfnunarstyrkir til framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni, til að jafna aðstöðu þeirra gagnvart fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, segir í bókun bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar minnir jafnframt viðskiptaráðherra á að Alþingi samþykkti á fjárlögum ársins 2008, 150 milljóna króna framlag til flutningsjöfnunar. Það er krafa bæjarstjórnar, að vilji Alþingis í þessu máli verði virtur þegar á þessu ári, segir í fundarbókuninni.
Ég sé ekki muninn á Eimskip eða Sæskipum í dag. Ekki er mikill mismunur á eiginfjárstöðu fyrirtækjanna. Jú Eimskip er með gáma á leigu,og flutningabíla á kaupleigu, en Það er eini munurinn. Er það málið á að niðurgreiða flutninginn til að koma vörunni sem þeir eru að fara með úr landi niður?? Var það málið. Áttum við að fara að sigla á illi landa?? Ég vona að menn fái ósk sína uppfyllta og strandsiglinga uppfyllta en ég segi bara.
það er ekki sama Jón og séra Jón.
Athugasemdir
Hvað hélstu Einar, Jón og séra Jón er ekki það sama - hér stoppar þetta - Eimskip tekur þessar 150 millur og hættir - svo er miklu merira gaman að þekkja HÁTTSETTA lafafrakkamenn hjá Eimu en hjá litlu sprota fyritæki - ráðherran er jú að vestan og kann þetta allt.
Jón Snæbjörnsson, 23.9.2008 kl. 13:06
Sæll Jón.
Ég held nefnilega að þetta sé hárrétt hjá þér Jón. Við sem erum orðnir sjóaðir í þessu þekkjum þetta.
Einar Vignir Einarsson, 23.9.2008 kl. 22:32
er það ekki bara allt í lagi að ríkið kæmi aðeins að svona rekstri - segjum td ok,,,,, ; horfum til norges, þeir eru enn á fullu með mun lengri strönd en við en vilja ekki sleppa þessu, ég held að við ættum að einblína meira á minni báta td Jaxlinn eða kanski Lóm sem er búið að stækka óþarflega mikið svona bát sem getur flutt allt (veistu hvar Lómur er í dag ?)
Sumt þurfum við bara að hafa og það kostar smá en þarf samt ekki að vera vitlausara en göngin sem nú er verið að bora fyrir norðan.
hafðu það gott félagi
Jón Snæbjörnsson, 26.9.2008 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.