Laugardagur, 27. september 2008
Hornafjörður heillar
Þetta er búið að vera svolítið skemtilegur dagur fyrir mig. Við Hörður collegi minn flugum til Hornafjarðar í morgun,til að taka á móti skipi sem við erum með til lestunar hér. Við byrjuðum á að fara að heylsa uppámarga af okkar góðu kúnnum hér á Hornafirði,og kom þar margt fram sem laddi mitt litla hjarta.
Það kom mér töluvert á óvart hversu mikið menn vilja fá strandferða siglingar aftur. Það var ekki þannig að við værum að ræða þau mál, en þegar við menn vissu að ég hafi verið skipstjóri á Jaxlinum þá breyttist hljóðið fljótt. Þetta ggladdi hjarta mitt mikið. Einnig gladdi mig mikið hvernig var tekið á móti okkur. Okkur var boðið í veislur og fl eins og við værum alþekktir hér á þessum stað, ekki þar fyrir að við vorum báðir hér á sokkabands árunum. ( fyrir 32 árum). Það er svo gaman að koma á svona staði þar sem fólk er það sjáft og ekki í stressi og hraða.
Það er mikil breyting hér á Hornafirði síðan ég kom hér síðast. Mikil uppbygging af bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði.
Við gistum á Hótel Höfn,þar sem ég hitti gamlan skólafélaga minn sem er einn af eigendum hótelsins og var frábærlega tekið á móti okkur,frábær matur og flott herbergi Takk fyrir okkur Óðin þú ert búin að gera flotta hluti hér.
Að lokum vil ég bara þakka frábærar mótökur til allra sem við hittum á Höfn.
Athugasemdir
Frábært frændi.
Ert greinilega í flottu djobbi þarna
Einar Örn Einarsson, 27.9.2008 kl. 01:12
Sæll frændi.
Já ég er að vinna hjá frábæru fyrirtæki og er rosalega ánægður þarna. Ert þú ekki að koma til okkar??
Einar Vignir Einarsson, 27.9.2008 kl. 01:20
Það er nú ekki í kot vísað hjá Óðni
Haraldur Bjarnason, 27.9.2008 kl. 10:40
Ég mis las fyrirsögnina.Hafnarfjörður heillar,og vildi vita hvað væri svona heillandi við Hafnarfjörð,kannski álverið eða blokkirnar í iðnaðarhverfinu á völlunum?En Hornafjörður var það.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:42
Fólkið er líka svo gott á Hornafirði. Ég hef starfað það tvö sumur og það er gott að vera þarna.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.9.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.