Og hvað svo???

Þetta er göfugt markmið en. Ég verð að segja það að ekki treysti ég Ögmundi Jónassyni eða Kolbrúnu Halldórsdóttur til að taka við stjórnartaumunum.  Þetta fólk hefur verið á móti öllu og aldrei komið með lausnir, nema eitthvað femínista kjaftæði og jafnrétti og eitthvað bull sem er ekki í fyrsta sæti nú á tímum.  Þó sé rétt að huga að þeim hlutum. 

En hvernig á maður að treysta fólki sem hefur verið úti á þekju í 16-20 ár í pólitík.  Hvað hefur komið út úr þessum tveimur þingmönnum  mér er einfaldlega spurn?


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakkir til þín

 svo má rifja upp sporin - 130% verðbólgu - höft - hrun ríkisstjórna t.d. fyrir tilurð Viðreisnar - samskipti vinstri stjórna við launþega 78-83 þegar verðbótaskerðingar Alþýðubandalags og Framsóknar sem voru í ríkisstjórn nær allan þennan tíma - voru 43% frá 1.12.78 til 1.9.82 og auk þess 10% 1.12.82. sú skerðing áttiað jafnast út með félagsmálapakka sem var hvorki fugl né fiskur - auk þess greiddu kommar niður þær vörur sem höfðu mikið vægi í vísitölugrinni þeim sem var í gildi og nýttu því tekjur heimilanna til þess að halda niðri eðlilegri launaþróun enn frekar.

Meira af Steingrímsúrræðum - nei takk ekki fyrir mig.

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hmmm ... Hvað ætli þau seú mörg þessi ,,vinstriár sem kúguðu þjóðina í heljargreipum vinstrimennskunnar," sem hann Ólafur I. Hrólfsson talar um? Þau eru nú ekki ýkja mörg held ég. Af síðustu 50 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið 41 ár í ríkisstjórn. Á sama tímabili hefur engin hrein vinstristjórn setið svo ég viti.

Og fyrst minnst er á svokölluð ,,viðreisnarár," 1959 til 1971, væri ágætt að hafa í huga hvernig sú viðreisn endaði. Og hverjir ætli hafi verið við stjórnvölinn þegar epli og appelssínur fengust ekki nema í hæsta lagi fyrir jólin? Það skyldi þó aldrei hafa verið Sjálfstæðisflokkurinn?

Vissulega var Alþýðubandalagið í ríkisstjón þegar verðbólgan reis sem hæst, en það voru líka Framsóknarflokkur og hluti Sjálfstæðisflokksins. Þegar verðbólgan náðist loks niður var Alþýðbandalagið í ríkisstjórn, en Sjálfstæðisflokkurinn ekki.

Í dag, þegar efnhagskerfið er hrunið og verðbólgan er á hraðri uppleið, er Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn og hefur verið síðasliðin bráðum 18 ár.

Ég held að væri hollt fyrir Ólaf I. Hrólfsson, og aðra af hans kalíberi, að rifa söguna upp í samhengi í stað þess að spangóla: kommúnistar, kommúnistar, eins og tunglsjúkir hundar.

Og hvernig er það, Einsi fjárfestir, treystir þú Sjálfstæðisflokknum eftir bráðum 18 ára setu í ríkisstjórn græðgisvæingar og efnahagshruns? 

Jóhannes Ragnarsson, 7.12.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Jóhannes.

Ég get sagt þér eins og er ég treysti ekki Sjálfstæðisflokknum í dag,en ég treysti ekki neinum einstakling sem er í pólitík í dag, ekki neinum.  Mér er sama hvar hann er í flokki.  vinstri Grænir eru þó síst til þess búnir að gera eitthvað.  Það eina sem þeir brydda uppá er að ver<a á móti því sem er verið að reyna að gera.

Ég get sagt fyrir mig eins og staðan er í dag treysti ég einna helst Framsókn til að takast á við vandan.  Þeir eru allavega að skipta út öllu sínu spillingarliði. 

Ef að við ætlum byggja upp aftur verðum að nýta allar þær auðlyndir sem við höfum, S.S vatn fisk,mannauð,og líka hvalinn.  Sá flokkur sem kemur með einhverjar tillögur um þetta fær mitt atkvæði.

Einar Vignir Einarsson, 7.12.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband