Mánudaur 13.11.2007

Í dag líður dagurinn eins og eldibrandur.  Ég byrjaði á að fara í sund í morgun, og síðan tók síminn við.  Ég er búin að vera mikið í símanum í dag.  Það eru margir af mínum gömlu skipsfélögum sem kölluðu mig Símon í gamladaga, þetta var svoleiðis dagur.  Ég er búin að vera í miklum samskiptum við Rússneskan skipstjóra sem er á skipi sem við erum umboðsmenn fyrir.  Þetta er rosa hollt fyrir mig og þjálfar upp veikleikan minn í starfi sem er Enskan mín.  Það er verkefni sem ég er að vinna í að bæta og er það bara gaman.  Síðan er ég að vinna að ýmsum verkefnum sem koma kannski fram síðar.  Ég fór svo á fund í kvöld sem var rosa magnaður ég er alltaf að læra meira og meira, í nýjustu dellunni minni sem er pólitík,  ég myndi ekki nenna að vera pólitíkus eins og margir eru, geta ekki sagt satt orð eða engivanvegin verið heiðarlegur.  Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en mér finnst þetta þjóðfélag vera komið svo fjarri öllum almúga í landinu sem í raun er undir staða hagkerfis okkar.  Hér er komin fámennur hópur manna sem hugsar bara eitt það er að græða peninga sama hvernig er farið að því, það er gott að mörgu leiti en menn meiga ekki gleyma hvaðan við komum ef það gleymist endar allt ylla eins og stefnir í núna.  Vonandi geta menn snúið þróuninni við í tíma áður en margir fara ylla.  Það gæti vel farið svo að margir af þessum nýríku mönnum gætu hrapað fram af bjarginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband