Við skulum hugsa okkur um .........................................

Ég var að hugsa um í dag hvort þessir ungu Alþingismenn á Íslandi viti hvernig ástandið er inná þessum meðferðarstofnunum sem við eigum:  Ég fékk nefnilega símtal í kvöld, og ég beðin að koma manni til hjálpar sem á mjög mjög erfitt með sinn áfengis og vímuefna vanda.  Ég hringdi nokkur símtöl bæði í ráðgjafa og lækna eins inná Vog.  Ástandið er þannig í dag að það er allt að þriggja mánaða bið eftir að komast inn á Vog.  Hver heldur að það verði minkunn á drykkju ef þetta er sett inní verslanir(Matvöruverslanir).  Ég er rosalega hræddur um að ástandið versni til muna og grípi yngra fólk til þess böls sem áfengi og fíkniefni valda.  Það þarf engin að segja mér að það verði eftirlit með afgreiðslu á bjór og léttvíni.  Hver trúir því að það verði eftirlit með því?  Það eru börn að vinna að afgreiðslu í búðum, Lögreglan leyfir sölu á skotvopnum án byssuleyfis og fl. og fl.  Er ekki óhætt að fara að staldra við í þessum hraða og þessari einkavæðingu á öllum hlutum hér á landi.  Við erum farin að gleyma börnum okkar og barna börnum, við gleymum að okkar afkvæmi eiga eftir að eignast börn og barna börn.  Eigum við ekki að fara að hlúa að fjölskyldunum og róa aðeins þetta þjóðfélag.  Tökum Færeyjinga okkur til fyrirmyndar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband