Af hverju stinga stjórnmálamenn hausnum í sandinn þegar rætt er um fíkniefnavandann?

Ég vara lesa frétt á vísir um ránin í Breiðholti þar sem talað er við Vilhjálm Þ. Vilhjálmssonfyrrverandi borgarstjóra þar sem hann segir fíkniefnavandan grunninn af þessum ofbeldisverkum.  En hvers vegna gera menn ekkert í þessum málum?  Það eru stofnanir hér í Borgini eins og Vogur og fl, algerlega fjárvana og í gíslingu vegna fjárskorts.  En það eru langir biðlistar og fólk er hreinlega að deyja úr þessum sjúkdóm í hrönnum.  Maður sér unga fallega krakka vera komna mjög neðarlega úr þessum hræðilega sjúkdóm.  En samt er enginn sem vill af þessu fólki vita þetta er svæft í öllum fjárhagsáætlunum bæði hjá ríki og sveitarfélögum.  En samt er hægt að gera helling í þessum málum sem yrðu þjóðfélaginu til mikilla hagsbóta.

Ég fór á afmælisfundinn í Laugardagshöllinni á Föstudaginn langa, það var alveg magnað að sjá allt þetta fólk sem er að vinna þetta prógramm sem AA-samtökin bjóða uppá á svona stund.  Þarna voru allir glaðir frjálsir og fallegir.  Allir kátir og hressir.  Enda er þetta fólk óttalaust, heiðarlegt og skemmtilegt.  Það væri miklu ódýrara fyrir alla að efla þetta starf,heldur en að stiga hausnum í sandinn þegar þarf að ræða þessi mál.  Ég held að það sé komið að menn fari að ræða málinn og veiti hraustlega fjármunum í þennan málaflokk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er hárrétt hjá þér. Stjórnmálamenn gera sér almennt ekki grein fyrir því hve peningum er vel varið í þessi málefni og auðvitað ekki hægt að meta til fjár hvern einstakling sem bjargað er frá þessum sjúkdómi. SÁÁ er í stöðugu strögli vegna peninga og nú er til dæmis ennþá ósamið við ríkið vegna göngudeilda og því óvissa um þær. Ef ekki væri fyrir öfluga einstaklinga þá væri þetta björgunarstarf á brauðfótum hér á landi en ekki með því besta í heimi, eins og það sannarlega er, þótt betra væri að fleiri kæmust að sem fyrst.

Haraldur Bjarnason, 24.3.2008 kl. 00:21

2 Smámynd: Halla Rut

Þeir segja sér til afsökunar að úrræði fyrir fíkla sé einna best hér á landi en mér er bara alveg sama um það. Það kostar samfélagið svo miklu minna að gera eitthvað mikið strax heldur en lítið og sitja þannig uppi með vandamálið heilu mannsævirnar. Hér er líka við forræði að etja. Það þyrfti að vera auðveldara að taka forræðið af ungu fólki til að koma því til hjálpar. En þá spyr maður sig líka, er hægt að hjálpa þeim sem ekki vilja hjálp? Þetta er erfitt mál, hvernig sem á það er litið.

Takk fyrir bloggvinátttu. 

Halla Rut , 24.3.2008 kl. 12:53

3 identicon

Spillingin nær hátt svo mikið er víst en þeir hafa enga afsökun fyrir sinnuleysinu.Svo er fólk að fara á límingunum yfir því að það séu mannréttindabrot í Tíbet og vill að ALLIR HÆTTI VIÐ AÐ MÆTA Á ÓLINPÍULEIKANA .En nenna ekki að mótmæla mannréttinda brotunum sem framin eru daglega hér á landi.Rugl og bull

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Guð blessi þig Einar margfaldlega í öllu þínu lífi og öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur, og Guð blessi fjölskyldu þína og ástvini í Jesú nafni

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband