Það var fallegt í Leirunni í gær.

Ég átti rosa skemmtilegan dag í gær.  Við hjá Samskipum vorum með golfmót þar sem við buðum kúnnum okkar að koma að spila.  Þetta var rosalega skemmtilegt og veðrið í Leirunni var mjög gott.  Við fengum bara smá skúr en síðan ekki söguna meir.  Og trúið því það var ekki rok eins og oft er þarna.  Þetta er mjög skemmtilegur völlur.  Ég átti eins og venjulega nokkrar up´pá komur og ég verð að segja ykkur eina hún er rosa fyndinn.

Við vorum að spila 18 holuna og ég er á miðri braut og átti eftir eina 100m.  ég tek 5 járn einas og asni og ætla að taka létt högg en í niðursveiflunni fipast ég eitthvað og var allan tíman viss um að ég væri með vitlaust járn.  Við enda holunnar er veitinga skúr og þar voru vinkonur mínar tvær að vinna og einnig eru þar klósett.

Nema hvað ég fipast eitthvað og var ekkert með hausinn við golfið og læt höggið ríða af,  Nema hvað að boltinn hjá mér fer langt til hægri og beint í rúðu á kvennaklósettinu í skúrnum og rúðan brotnar náttúrulega.  Við í hollinu brjáluðumst úr hlátri og að sjá hvað vinkonum mínum brá var ekkert smá fyndið. Ég sagði þeim að ég hefði haldið að önnur af þeim hefði verið á klósettinu , og ég hefði ætlað að hjálpa henni að gera grindabotnsæfingar he he he he.  Þetta hressti svo upp á móralinn í hollinu að við tókum birdy á holunni en við vorum að spila Texas skramble.

En til að gera langa og skemmtilega sögu stutta þá var hollið okkar í 1: sætu og unnum mótið með glæsibrag þrátt fyrir nokkrar sprengjur í spilamennsku. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband