Er ekkert hægt að gera til að laga löggæslu í Borginni???

Það er rosalegt að þurfa að verða vitni af því að á hverri einustu helgi er einhver lemstraður eftir barsmíðar í miðbænum og nágrenni hans.
mbl.is Hlaut lífshættulega áverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hvar viltu hafa löggæsluna Einar. Þetta er stór borg og mikið af skúmaskotum sem hægt er að felast í, með sínum annarlegu kvötum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 6.9.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sælar stelpur.

Á meðan öllu er sópað niður í miðbæ og skemmtistaðir eru opnir til 0500 á morgnana, þá þarf klárlega að auka til muna löggæslu og eftirlit þarna.  Ester ég er búin að vera að mæta í vinnu kl 0500 - 0600 á morgnana flestar helgar í sumar og ég sé það sem er í gangi þarna maður kemst ekki hjá því.  Það eru kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvernig ástandið er þarna. 

"Það er ekki gott".

Einar Vignir Einarsson, 6.9.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég fer sjaldan í bæinn, en ég hef heyrt að það sé slæmt. Þó hef ég ekki heyrt neitt alveg nýverið um það. Lögreglan er komin með aðstöðu í miðbænum las ég einhversstaðar. Ég hef trú á Stefáni lögreglustjóra, samt ansi hrædd að hann hafi úr og litlu að moða.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 6.9.2008 kl. 17:48

4 identicon

Ef lögga er sýnileg er gólað LÖGREGLURÍKI,ef engin lögga er þá galað HVAR ER LÖGGÆSLAN.Hafa nóg að sýnilegri löggæslu,það er mín skoðun.Ekkert hefur enn komið fram opinberlega um það hvort þetta var árás eða slys.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 20:42

5 identicon

Lögreglan fer rangt að þessu... Í stað þess að senda lögreglustjórann niður í bæ með 6-8 manna fylgdarliði ætti frekar að dreifa lögreglunni um miðbæinn í 2 manna hópum og hafa viðbragðshóp til staðar ef það þarf á liðsauka.

Mér finnst ekkert kjánalegra en að sjá 6 löggur að taka áfengi af einum 17 ára strák þegar það þarf ekki nema 1 eða 2.

Ef lögreglan væri sýnilegri myndu læti í fólki sjálfkrafa minnka.

Svo eru líka alltof fáir lögreglumenn fyrir höfuðborgarsvæðið.

Oddur (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæl öll.  Ég er ekki búin að gleyma hvernig þetta var þegar skemmtistaðir lokuðu kl 0300.  Auðvitað var það ekki gott en þá var líka aðeins minna af fíkniefnum og ekki komin eins mikil harka í viðskipti manna. 

Mér finnst að það vanti miklu meira fé til tollgæslu og löggæslu hér heima, ég hefði alveg verið til í að sjá þá peninga sem fóru í Norður Víking æfinguna renna til Lög og Tollgæslumála hér heima. 

Einar Vignir Einarsson, 6.9.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband