Laugardagur, 29. september 2007
LAugardagur 29.09.2007
Hæ.
það var rosalega skemmtilegt í gær, hjá mér og okkur. Það var mjög skemmtilegt í vinnunni, og síðan í gærkvöldi fórum við í boð um borð í HMLMS Johan de Witt. Sem er eitt af flagg herskipum Hollenska flotans. Það var ótrúleg upplifun. Við fengum að fara um allt og við strákarnir í deildinni minni fengum einstaklega góða leiðsögn um skipið. Það er rosalega magnað að koma um borð í svo magnað skip. Og þeir möguleikar sem hægt er að gera þarna um borð er ótrúlegt. Þetta skip getur sökkt sér niður um 4 m. að aftan og tekið um borð pramma og fl. Það er með nokkrar þyrlur um borð af stærstu gerð og þarna er fullkomið sjúkrahús, (Eins gott að Alfreð Þorsteinsson hafi ekki séð það ) og bara nefndu það. Það er nægur vélarkraftur þarna en allur skrúfubúnaður er rafmagnsknúinn. Og Sirry var rosa hrifin af eldhúsinu he he ekkert smá. Áhöfnin er um 150 manns og síðan er hægt að vera með um 600 manns að auki um borð í kojum.
Síðan fórum við aðeins út á lífið eftir partýið og áttum rosa gott kvöld vinnufélagarnir. Í dag er ég að fara að kíkja á afa drenginn minn að keppa um 3 sætið í handboltanum og síðan ætlum við hjónin uppá Skaga í kvöld og heilsa upp á Gurru og Simma og förum svo á miðilsfund það er svolítið spennandi.n
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. september 2007
Fimmtudagur 27.09.2007
'eg er búinn að liggja eins og hundur síðan í gærkvöldi með einhverja drullu pest í orðsins fylla. Ég er búin að vera með huge beinverki og uppköst. Ég veikist nú ekki oft en þegar ég veikist er ég eins og alvöru karlmaður algerlega ósjáfbjarga og með óráði þegar ég fæ hita . þetta verð ég að viðurkenna Sirrý hlær rosalega af mér þegar ég fæ hita, og ég þekki fleiri karlmenn sem eru svona.
Ég ætlaði að mæta í Boot cap í morgun kl 0630 en var algerlega vekk í morgun svo að kallinn er búinn að vera heima í dag, ég er nú heldur að hressast samt núna. Ég verð að vera klár á morgun í vinnunna. Síðan er okkur hjónunum boðið í veislu um borð í herskip sem er að koma til Reykjavíkur á morgun, gaman að því.... Síðan ætlum við að skella okkur á Skagan um helgina og fara á skyggnilýsingarfund svona að gamni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. september 2007
Þetta er rosalegt....
Það er mjög slæmt fyrir byggðalög eins og fyrir Þorlákshöfn og Eskifjörð að missa svona vinnustaði úr rekstri. En af hverju er þetta?? Við erum búin að vera með kerfi sem átti í upphafi að vernda fiskistofnanna en síðan það kom á hefur kvóti minkað og minkað skrítið. En hafið þið tekið eftir öðru það er það að bankarnir okkar þeir lána og lána út á syndandi fisk í sjónum þó svo að kótinn minnki er þetta ekki eitthvað skrítið.. Eru bankarnir að hlaupa undir bagga hjá fólkinu sem er að missa sín störf og lenda þar af leiðandi í klemmu fjáhagslega nei leifi ég mér að fullyrða. En hitt er annað mál mikið af þessu fólki getur fengið vinnu annarstaðar eins og atvinnuástand er núna sem betur fer en sumir eru búnir að slíta sér út í þessari vinnu í gegnum tíðina og eru farnir að eldast og ganga þar af leiðandi ekki í vinnu og það er þessu fólki sem þarf að hjálpa.
![]() |
Tæplega 60 starfsmönnum Humarvinnslunnar á Þorlákshöfn sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Kristján ríður ekki.............
Hæ.
Ég var að hlusta á Kristján Möller í morgun útvarpinu á Bylgjunni. Ég var rosalega hissa hvað hann er ylla upplýstur eða veruleikafirrtur. Fyrir það fyrsta er hann að reyna að breiða yfir skítinn sinn varðandi Einar Hermannsson og segir að hann hafi ekki einn borið ábyrgð á Grímseyjarferjunni heldur fleiri, og þess vegna hafi ekki verið rétt að nefna hann einan. En það var ekki vegna þess að Einar var búin að hóta málsókn nei nei. Hann sagði líka að það væru í raun hafnar strandsiglingar því eitt fyrirtæki fyrir norðan kæmi við á tveimur þremur stöðum úti á landi. Er ekki í lagi með manninn. Samskip og Eimskip eru að koma við á tveimur til þremur stöðum í hverri einustu viku ekki eru það strandsiglingar. Axel kemur til Akureyrar og Sandgerðis ásamt fleirum höfnum ef hann er að koma með farm eða taka farm til útflutnings. Ekki að ég sé að gera lítið úr því. Svo sagði hann að ef að strandsiglingar ættu að hefjast yrði að styrkja þær, það er ekki rétt, ef að bílaflotin sem er að keyra á vegum landsins greiddu þau gjöld í samræmi við einkabílinn og hversu miklu þeir slíta vegum landsins þá þyrfti ekki að styrkja strandsiglingar. Ég er einn af hópi manna sem er búin að senda bæði Kristjáni Möller bréf og einnig Sturlu Böðvarssyni og biðja um viðtal út af þessu máli en hvorugur hefur svo mikið sem svarað bréfinu. Sú hugmynd var að vera með skip á ströndinni og feedera fyrir hin skipafélögin á útflutningahafnirnar. En til þess þurfti bara að samræma gjöld fyrir skip og bílaflotan og gera þau samkeppnisfær. Auðvitað vildu skipafélögin fá ríkistyrk. En það sem við vorum að bjóð'a að koma inn sem þriðju aðlar og vera ekki í útflutningi heldur feeda milli hafna innanlands. Það eru strandsiglingar Kristján.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. september 2007
Mánudagur 24.09.2007
Hæ.
Ég var að hlusta á fréttirnar þar sem ríkisendurskoðandi var að tjá sig um ábyrgð stjórnmalamanna. Þetta er hvergi í hinum vestræna heimi að enginn beri ábyrgð á görðum sínum, líkt og er hér. Þið munið eftir sænska ráðherranum sem notaði greiðslukortið frá ríkinu í sinni þágu hvað gerði hann, Hann varð að segja af sér. Hér kemur Árni Matthíssen og eyðir hátt í milljarði undir hesthús og Grímseyjar ferju án heimildar og hann þegir þunnu hljóði og Geir gerir slíkt hið sama, og Sturla er jafn sekur eða sekari og hann þegir líka. Hvað er að? Meira að segja á Ítalíu komast menn ekki upp með neitt klúður án refsinga. Ég vil að það verði gerð úttekt á þessu öllu saman og það verði skipt út fólki sem er í stjórnmálum sem hefur verið á gráu svæði með fjárheimildir í hvaða flokki sem það er. Þó svo að þá fjúki næst síðasti Framsóknar maðurinn það verður þá að hafa það. Ég held þá áfram einn he he he he he.
Við erum búin að eiga góða helgi hjónin , það er búið að vera veikindi hjá frúnni og við vorum bara hér heima að mestu og vorum að læra hvort í sínu herberginu. Litlu sílin mín komu náttúrulega til okkar og fengu ísinn hjá afa sínum. Í dag er svo búið að vera frekar rólegt í vinnunni hjá mér en það horfir í mikla vinnu á næstu dögum. Síðan er kallinn að hefja æfingar með samstarfsfólkinu 6 vikna námskeið svo kannski er þetta síðasta blogið ætli maður drepist ekki he he he he, hver veit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 23. september 2007
Rakst á þessa frétt á RUV.
Skyldi hann segja frá því hvernig hann sletti hornsteininum í Kárahnjúkavirkjunn??? Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur á miðvikudaginn vitnisburð frammi fyrir nefnd þingmanna öldungadeildar Bandaríkjaþings. Forsetinn fjallar þar um orkumál, en tilefnið er fyrirhugað átak bandarískra yfirvalda í framleiðslu orku með jarðvarma. Yfirheyrslur fara reglulega fram á Bandaríkjaþingi, meðal annars til að kynna sér ýmis málefni sem þingið fjallar um. Í þetta skiptið er það sérstök nefnd öldungadeildarinnar sem fjallar um náttúruauðlindir. Forsetinn verður fyrsti gestur nefndarinnar en á eftir honum koma Alexander Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, sem heimsótti Ísland í sumar, og forstöðumaður USGS, jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Tilefnið er frumvarp sem formaður náttúruauðlindanefndarinnar, þingmaðurinn Jeff Bingaman, setti fram í sumar. Í frumvarpinu er lagt til að hið opinbera veiti fé í rannsóknir og styrki til að auka orkuframleiðslu með jarðvarma, og það markmið sett að árið 2030, geti slík orkuver framleitt 20% af þeirri orku sem Bandaríkjamenn nota - þetta hlutfall er brotabrot í dag. Forseti Íslands tekur í þessari ferð einnig þátt í árlegum fundi um þróunaraðstoð, sem fyrrum Bandaríkjaforseti, Bill Clinton, heldur í New York.
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. september 2007
Öl er böl
![]() |
40 látnir af völdum baneitraðs áfengis í Pakistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. september 2007
Laugardagur 22.09.2007
Hæ.
Í morgun fór ég að horfa á Magnús minn keppa í handbolta, en hann er að æfa með Fram í handboltanum. Það var rosalega gaman að fylgjast með þessum guttum spila. Það er svo dýrmætt að geta gefið sér tíma (Eiga tíma) og getað fylgst með þessum krökkum spila leiki sín á milli með öllum þeim töktum sem þeir sýna og eru búnir að sjá hjá þessum frægu spilurum sem eru þeirra fyrirmyndir. Það sem mér fannst svo gaman að sjá að þjálfarar þessara drengja eru allt mjög ungt fólk sem geislar af hreinleika og gleði og er að vinna fórnfúst starf fyrir þessa stráka(Þessu tilfelli). Síðan fór ég að gera við vinnubílinn minn og fór svo á fund í kvöld bara fínn dagur svo verður tekið á náminu á morgunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. september 2007
Gott há þér Kristján að viðurkenna mistökinn
Ég er ánægður að Kristján Möller sé búin að biðja mann greyið afsökunar. Þessi ummæli urðu til þess að draga Kristján sjálfan inn í þetta klúður sem hann sjálfur gagnrýndi manna mest. Ég var að vona og er í rauninni að vona enn að Kristján hristi aðeins upp í ráðuneytinu og þeim skít sem þar er búin að viðgangast.
Kannski að Kristján fari að sýna auðmýkt og fari að svara bréfum sem eru send til hans.
![]() |
Kristján biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. september 2007
Meiri föstudagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)