Stefna sjálfstæðisflokksins í hnotskurn.

Þetta er niðurstaða stefnu Sjálfstæðisflokksins í hnotskurn.  Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera´við völd s.l ár fyrst með Framsóknarflokknum og nú með Samfylkingunni.  Framsóknarflokknum var kennt um allt og missti mjög mið fylgi, og nú eru Sjálfstæðismenn farnir að reyna að kenna Samfylkingunni um í þeirri von að fylgistap þeirra minnki en ekki Sjálfstæðisflokkurinn.  En ég held að þeirra tími sé liðin.  Ég vona allavega að svo sé.  Það er komin tími á gagngerar breytingar og það í öllum flokkum.  Vinstri Grænir þurfa sig vel um áður en þeir stilla upp á nýjan lista.  Framsókn þarf að lostna við Guðna og stóran hluta þingmanna út úr pólitík, en það verður rosalega erfitt fyrir Guðna að ná upp  einingu innan flokksins, það er líka búið að rýja þá þingmenn trausti síðan úr síðustu ríkisstjórn.  Samfylkingin er með nokkra innanborðs sem ekki geta verið áfram í framvarðasveit flokksins eins og Kristján Möller og Björgvin Bankamálaráðherra, en það er alltaf að koma í ljós að hann hefur ´misst og vanrækt allt eftirlit með fjármálastofnunum. 

Þetta er mitt mat.

P.S kannski er best að fara í pólitík bara og hrista aðeins upp í þessu öllu saman. 


mbl.is Ekkert land hrunið hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Ég verð að viðurkenna svona út frá sjálfum mér að ég veit einfaldlega ekkert hvar ég stend í pólítík lengur. En það er alveg ljóst eins og þú segir að allir flokkar þurfa að hreinsa vel til á listum sínum. Stjórnin er veik eða ölluheldur sárlasin þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta og því miður er stjórnarandstaðan líka ákaflega lasburða. Þar innanborðs eru þingmenn sem hafa mestar áhyggjur af því hvort að kornabörn séu klædd í bleik eða blá föt.

J. Trausti Magnússon, 9.11.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Þú ferð mikinn í ályktunum þinum. Þegar skotið er úr hríðskotabyssu missir iðulega mikið af skotunum marks.

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera við völd í helmingaskiptastjórnum síðan Viðeyjarstjórnin var mynduð með krötum/(Samfylkingu), síðan Framsókn og loks Samfylkingu. Þannig var ráðherrafjölda skipt jafnt á milli stjórnarflokkanna óháð fylgi þeirra í kosningunum þar á undan. Þannig fer viðkomandi ráðherra með yfirstjórn sinna mála samanber t.d. Samfylking fer með banka- og viðskiptamál sem og þar með Fjármálaeftirlitið. Það er samt enginn að kenna Samfylkingunni um bankahrunið, enda ekki þeim að kenna frekar en Sjálfstæðisflokknum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.11.2008 kl. 14:50

3 Smámynd: Eyþór H. Ólafsson

Sæll Einar, Ég skora á þig að fara í pólitík en um leið vil ég vara þig við að það er auðveldara um að tala en þú heldur að breyta hlutunum til hins betra. Enn og aftur ertu að mínum dómi alltof dramatískur í yfirlýsingum og slíkur málflutningur missir því miður marks. Málefnaleg og ígrunduð gagnrýni nær hinsvegar smám saman í gegn.

Eyþór H. Ólafsson, 9.11.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sælir strákar.

Mig langar að svara aðeins.  Predikarinn: 'Eg segi í færslu minni að Björgvin má missa sín,hann hefur klárlega sofið að verðinum sem bankamálaráðherra.  Bankahrunið er ekki að ske í síðasta mánuði þetta er löngu vitað og jafnvel í fyrra, allavega flúði Bjarni Ármannsson land.

Eyþór:  Ég er alveg sammála þér ,það er auðveldara um að tala en að breyta einhverju, það er vegna þess að þeir sem hafa verið við stjórnvöldin eru búnir að gera kvílegt bananalýðveldi hér að verra þekkist vart í heiminum,kannski Sieralone.  Ég er kannski dramatískur er það ekki skiljanlegt maður í raun veit ekkert hvar maður stendur og ekki er fólk upplýst að neinu leiti, meira að segja þingmenn á hinu háa Alþingi kvarta sárann undan vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar (Úr báðum þingflokkum)  MÍN SKOÐUN ER SÚ AÐ ÞAÐ ÞURFI AÐ BYRJA Á 0 OG EINNIG ÞARF AРSKIPTA ÞESSU FÓLKI FRÁ SEM ER BÚIÐ AÐ SKAPA ÞETTA UMHVERFI HÉR HEIMA.  Það getur ekki snúið við og omvent í sínum skoðunum.

Einar Vignir Einarsson, 9.11.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

held að þessi Björgvin hafi mestan áhgua á skraddarum sem snýðir á hann jakka-fötinn - bæði hann og þessi Kristján göturstrákur ættu að færa sig út fyrir

Jón Snæbjörnsson, 11.11.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband