Búast má við verulegri hækkunn hér.

Eftir þessa hækkun má búast við 20-30 kr hækkun hér heima.  Allavega hefur ekki lækkað hér olíuverð þrátt fyrir lækkun úti á mörkuðunum.  Þannig að það hlýtur að koma mikil lækkun eftir þessa hækkun.  Það er svo skrýtið að það er alltaf til réttlætingar fyrir hækkunum en það er aldrei ástæða til lækkunar hér.
mbl.is Methækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón eða séra Jón. Hvor er skárri??

Það er öllum ljóst að ég er mikill áhugamaður um Strandferða siglingar.  Og ég reyni að fylgjast með öllum umræðum sem um þær eru.  Það er vegna þess að mér finnst það alls ekki fullreynt og mér finnst mikið áhugaleysi hjá STÓRU- skipafélögunum og öðrum ráðamönnum hér á landi.  En þegar við vorum að starta Jaxlinum á sínum tíma var það eina veganesti sem við fengum frá mönnum bæði opinberum sem mönnum úr viðskiptalífinu og þá helst bílstjórum og umboðsmönnum bifreiða stöðva úti á landi sem og hér sunnanlands.  Þeir einu sem studdu við bakið á okkur voru einstaklingar sem bjuggu úti á landi.  Þeir sem vildu koma til okkar í viðskipi,þeim var hreinlega hótað,að ef og þegar þessi útgerð færi á hausinn þá myndu flutningsgjöld sem menn væru með stórhækka.  Það er ástæða þess að menn vildu ekki nota skipið sem skyldi.  Ég veit það fyrir víst og hef oft fengið að heyra það eftir að skipið hætti að hvað þetta var góð þjónusta og rosalegt að ekki hafi verið hægt að halda þessu áfram. 

Þegar ég skoðaði BB í morgun brá mér svolítið, ég man ekki eftir því að stuðningur hafi komið frá sveitastjórnum af landsbyggðinni. En þetta var í BB.

22. sep. 2008 08:28

Fagna endurkomu sjóflutninga

mynd
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með að sjóflutningar séu hafnir að nýju frá Ísafjarðarhöfn.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með að sjóflutningar hafi aftur verið teknir upp frá Ísafjarðarhöfn eftir nokkurt hlé. Fram hefur komið að Eimskip hafa ákveðið að halda uppi reglulegum siglingum til Ísafjarðar næstu þrjá mánuði til reynslu. „Bæjarstjórn leggur áherslu á, að sjóflutningar haldi áfram, þar sem sýnt hefur verið framá þjóðhagslega hagkvæmni þeirra, auk þess sem mikill ávinningur er af því, að minnka flutninga um þjóðvegi landsins vegna öryggis í umferðinni og slits á þjóðvegum. Einnig munu sjóflutningar styrkja hafnarsjóð, sem veitt getur betri þjónustu fyrir vikið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir skýrslu nefndar sem viðskiptaráðherra skipaði um flutningsjöfnun, olíuverðsjöfnun og sjóflutninga, sem skilaði áliti sínu fyrr í þessum mánuði. Þar er lagt til að teknir verði upp flutningsjöfnunarstyrkir til framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni, til að jafna aðstöðu þeirra gagnvart fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu“, segir í bókun bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar minnir jafnframt viðskiptaráðherra á að Alþingi samþykkti á fjárlögum ársins 2008, 150 milljóna króna framlag til flutningsjöfnunar. „Það er krafa bæjarstjórnar, að vilji Alþingis í þessu máli verði virtur þegar á þessu ári“, segir í fundarbókuninni.

Ég sé ekki muninn á Eimskip eða Sæskipum í dag.  Ekki er mikill mismunur á eiginfjárstöðu fyrirtækjanna.  Jú Eimskip er með gáma á leigu,og flutningabíla á kaupleigu, en Það er eini munurinn.  Er það málið á að niðurgreiða flutninginn til að koma vörunni sem þeir eru að fara með úr landi niður??  Var það málið.  Áttum við að fara að sigla á illi landa?? Ég vona að menn fái ósk sína uppfyllta og strandsiglinga uppfyllta en ég segi bara.

það er ekki sama Jón og séra Jón.


Hann kann til verka.

Það er ofboðslega gaman að fylgjast með kallinum.  Hann er ótrúlega seigur í sálfræðinni.
mbl.is Ferguson: Við getum stöðvað Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra seint en aldrei............

Þegar ég var ungur maður var ég ekki duglegur að fara með stelpurnar mína ða íþrótta viðburði nema kannski leik hjá IA.  En ég hef fengið nýtt hlutverk,það er það að fara með barnabörnin.  Þegar ég kom heim úr vinnu í gær beið hér heima lítil stelpa í Liverpool galla og ætlaði að gista hjá Afa og Ömmu.  En hún var búin að bíða alla vikunna eftir Laugardeginum af því að afi hennar ætlaði með henni.  Ég læt nokkrar myndir koma með þessari færslu.

íþróttaskólinn hjá Kamillu 009 

  Henni fannst rosa gaman að fara meða Afa sínum. 

íþróttaskólinn hjá Kamillu 002íþróttaskólinn hjá Kamillu 007


Þetta er mér óskiljanlegt

Þarna er greinilega pólitík sem ræður en ekki almannaheill.  Jóhannes hefur verið einna ötulastur allra hér á landi við að uppræta innflutning á fíkniefnum og hann og hans menn eru búnir að skapa sér einstaklega gott orðspor á liðnum árum.  En hann hefur líka gagnrýnt yfirvöld vegna fjárskorts og fjármálstefnu og það er líklega það sem er ástæða Þess að staðan er auglýst og menn vilja æ við hann.  Hann dansar ekki í kringum þessa pappírs Pésa sem eru innanbúðar í ráðuneytinu.  Menn væru menn af meiru ef þeir endurskoðuðu þessa afstöðu og héldu þessum manni áfram það er embættinu og starfsmönnum fyrir bestu að öllu leiti.
mbl.is Skipt um lögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er snjall kallinn.

Það eru fáir eins ´ærir í þessum fótboltafræðum og Ferguson.  Þetta er algjör vinner.
mbl.is Ferguson: Arsenal erfiðari en Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru drengir sem eru sjálfum sér samkvæmir.

Þeir sýna með þessu hversu þeim þykir vænt um heimabæ sinn.  Það hefðu margir yfigefið skútuna.  Mér finnst þeir sýna vel með þessu hversu miklir öðlingsdrengir þeir eru. Enda af góðu fólki komnir.   Ég er ÞESS FULL VISS AÐ ÞEIR KOMA UPP AÐ ÁRI.  ÞAð eina sem þarf að passa uppá er að stjórnin standi sig og standi heils hugar að baki þeim. 
mbl.is Bjarki: „Okkar skylda að halda áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjó eða landflutningar ?

Ég er búin að vera fylgjast mikið með þessari umræðu varðandi Strandferðaflutninga,og mér finnst grátlegt hvessu  lítið menn eru tilbúnir að skoða þennan möguleika í einhverri alvöru.  Mér finnst þessi aðgerð hjá Eimskip núna að segjast vera að hefja Strandflutninga á Vestfirði vera aumkunarlegt útspil, ég var í þeim hópi sem var að tala við þá á þeim tíma sem við vorum að basla við að halda áfram.  Þá kom þetta sama útspil til að klára okkur endanlega.  Einnig þegar Atlantsskip fór að athuga þessa hluti var þetta einnig útspilið til að geta slegið slagkraftinn úr þeim.  Og að tala um strandflutninga á þeim nótum að koma þangað á 2.vikna fresti er ótrúleg.  Síðast þegar skipið kom á Ísafjörð þá fór það þaðan til Ameríku.  Þeir setja kröfu um tiltekin fjölda gáma til að skipið komi.  Þegar við vorum við að sigla 2. í viku en þá sögðu þessir sömu menn að það væri allt of langur tími fyrir vöruna að komast suður.  Þetta er svo mótsagna kennt og eini tilgangurinn er að sannfæra menn um að þetta sé ekki hægt, nema með einhverjum miklum styrkjum frá ríkinu. 

Það sem ég held að gangi best í þessu er að það komi inn 3.óháður aðli sem er með opinbera verðskrá., og stóru félöginn komi að þeim flutningum á jafnvægisgrundvelli.  Þá er vel hægt að reka svona skip.  Ég veit eins og þið öll að öll neysluvara er og verður á vegum landsins.  En þunga flutningar þurfa aldrei að koma á veginna ef vilji væri hjá mönnum að nota þetta saman.

 


Erum við með getu í það??

Ég hélt að við ættum ekki fyrir bensini á þyrlurnar einu sinni.  Það er búið að smala svo mikið fyrir Björn Bjarnason he  he he.

Grín laust er þetta mjög gott fyrir okkur og kannski verða fjárveitingar til gæslunnar betri á næstu árum,til að við getum haldið úti flotanum til að gæta öryggi sjómanna.


mbl.is Ísland stjórnar öryggi á hafinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höfum ekkert þangað að gera.

Mér finnst að stjórnmálamenn eigi að vera hér heima og reyna að finna lausnir á efnahagsvandanum og framkvæma einhverjar aðgerðir.  Við höfum ekkert kapital til að vera þarna.
mbl.is 140 þjóðir hafa lýst yfir stuðningi við framboð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband